Skagfirðingabók - 01.01.1973, Page 171
SKAGFIRBINGABÓK
Lízt mér þrotinn ljómi af sól,
lækkar kot og höfuðból.
Drúpa lotin hlíð og hóll,
hæruskotinn Tindastóll.
Undarlegt hefði mátt heita, ef Dýrólína Jónsdóttir, skáldkona,
sem lengst af dvaldist á Fagranesi, rétt við fótskör „hrikans", hefði
aldrei kunnað að nefna nafn hans í stökum sínum. Sú var heldur
ekki raunin. Af kvenlegum yndisþokka lýsir hún því í eftirfar-
andi vísu, hvernig sólin mynnist við Tindastólinn:
Hopa vindar, hýrnar brún;
hlær mót rindum sólin;
örmum bindur heitum hún
háan Tindastólinn.
Olína Jónasdóttir frá Fremri-Kotum í Norðurárdal, sem allir
Skagfirðingar vita deili á, höfðar ekki á sama hátt til ástleitni
sólarinnar, þó að samskipti hennar við Stólinn veki ekki síður
skáldlegar hugmyndir:
Sólin hrindir svala frá,
sveigum bindur hólinn,
gullnar myndir grefur á
gamla Tindastólinn.
Og þriðju skáldkonunni, Sigrúnu Fannland á Sauðárkróki, verð-
ur enn að yrkisefni sólin og Stóllinn. Þar kemur fram ein skáldleg
líking enn, og hún vel skagfirzk: Hvaða máli skiptir það, þótt
gullið í pyngjunni sé létt, ef guð gefur okkur þá fegurð, sem æðri
er: sólargull í Tindastól?
Alltaf verða einhver ráð,
auðs þó lækki sólin,
meðan gefur guð af náð
gull í Tindastólinn.
169