Skagfirðingabók - 01.01.1973, Side 179
ATHUGASEMDIR
Ritstjórninni hafa borizt nokkrar athugasemdir við þætti í Skagfirð-
ingabók, og skal þeirra nú getið ásamt lagfæringum hennar sjálfrar, en
sleppt er meinlitlum prentvillum.
I, bls. 41: Dýrfinna frá Keldudal, kennari á Ytri-Ey, var ekki Jóns-
dóttir heldur Jónasdóttir, Jónssonar sterka Samsonarsonar, alþingismanns
Skagfirðinga.
Hjörleifur Kristinsson á Gilsbakka sendi leiðréttingu við þátt sinn
af Gilsbakka-Jóni og hefur eftir Steinunni Jónsdóttur, frændkonu sinni
frá Syðstu-Grund í Blönduhlíð, er flutti um tvítugsaldur til Vestur-
heims:
II, bls. 155: Vísan „Eins og hrafn á hræi gleiður” er ekki um Sigur-
jón Bergvinsson heldur Sigurjón Jónsson, bróður Steinunnar, „sem var
alltaf i kringum hann, þegar hann var hjá pabba að steypa kopar-
beizlisstangir. Þá var Sigurjón að blása í eldinn, með því að pumpa
belginn, sem gerði goluna”. Þess má geta, að Sigurjón var „góður
íþróttamaður og einn af örfáum mönnum, sem vitað er að stokkið hafa
Þverá í Blönduhlíð á svokölluðu Níelsarhlaupi, en til þess þarf reyndar
dirfsku fyrst og fremst”.
III, bls. 148: Um tildrög að vísu Einars á Reykjarhóli, „Ohljóð presta
er ýmsra þras", er farið húsavillt. Stefán Stefánsson var raunar Valtýingur,
svo sem skyldugt var að muna, og er vísan ort um einhvern þann sveit-
unga Einars, er áróður rak gegn framboði Jóns á Hafsteinsstöðum fyrir
Heimastjórnarmenn og að því er Einar hefur talið fyrir áorkan sr. Hall-
gríms í Glaumbæ og annarra þeirra manna þar um slóðir, sem ákafastir
voru Valtýingar. Ber að líta svo á, að seinni partur vísunnar sé lagður í
munn þeim manni, sem þarna á í hlut.
Sr. Jón Skagan sendi ritstjórninni athugasemdir varðandi þáttinn af
Jóni Skagamannaskáldi. Þar lætur hann nokkur orð falla um kynni sín
12
177