Skagfirðingabók - 01.01.1973, Qupperneq 181
SKAGFIRÐINGABÓK
Skagfirðingabókum, þykir mér sennilegt að hafi verið ortar laust fyrir
eða um 1770. Enginn bóndi í Borgargerði í búskapartíð þeirra Asgríms
á Kotum og Orms í Krókárgerði gæti verið nefndur barna-halur fremur en
Bjarni Gunnarsson, sem býr þar á 7. áratugnum. Hann eignast með konu
sinni, Guðrúnu Jónsdóttur, sjö börn á árunum 1761—68. Arið 1772 eru
aðrir ábúendur komnir þangað, en hin horfin, hafa líklega flutt úr sókn-
inni, því ekki finnast þau á meðal dáinna þar. Frá þremur þeim systkin-
um a. m. k. má rekja ættir til nútímafólks, en þrjú dóu ung.
A Gilsbakka búa um þetta leyti (1760—84) hjónin Jón Þorláksson
og Guðrún Sveinsdóttir. Þorlákur faðir Jóns, sem einnig bjó á Bakka,
var frá Merkigili og albróðir séra Arna á Fagranesi, föður Magnúsar
prests þar, föður Helgu konu Sigurðar á Heiði. Myndu því böndin helzt
berast að Jóni Þoríákssyni sem höfundi vísnanna. -—- Frá einu barni
þeirra hjóna þekkjast ættir. (Ættir Skf. nr. 373,2).
Gísli Magnússon hefur leiðrétt nokkur atriði í eigin ritgerð um sölu
Hólastólsjarða, sem hér verða rakin.
V, bls. 108: I 2. línu að ofan er nefndur Sveinn Jónsson, sem á að
vera séra Sveinn Jónsson á Knappsstöðum.
V, bls. 111: Sagt er, að Sigurður Sigurðsson hafi búið á Þangskála
1749—1807, en á að vera 1794—1807.
V, bls. 112: Sagt er, að Eiríkur í Neðranesi hafi verið búinn að vera
á sveitinni í a. m. k. 6 ár, er hann lézt, en á að vera 3 ár.
V, bls. 117: Um Velli segir, að eigandinn að Vi jörðinni hafi verið
Gottskálk Egilsson, er þar bjó 1839—-1864, sonarsonur Gottskálks þess,
er keypti Velli, en þarna á að standa Egill Gottskálksson, er þar bjó
1839—1864, sonur Gottskálks þess, er keypti Velli.
V, bls. 125: Um Vagla segir, að árið 1735 sé Isk. 80 áln., en það á
að vera árið 1753. Kúg. er selt Hjálmari Steingrímssyni, en ekki Hjálmi.
I 5. iínu að neðan er ritvilla í nafni bóndans í Tungukoti. Hann hét
Guðmundur, en ekki Gumundur.
V, bls. 126: Anna Jónsdóttir á Stekkjarflötum keypti kúg. á 10 rd.
48 sk.
V, bls. 137: Við Víðines á að standa, að dýrl. beggja jarðanna vanti
í Lovs.
V, bls. 143: Eldjárn Hallgrímsson í Enni keypti kúg. á 10 rd. 16 sk.,
en ekki 6 sk.
V, bls. 154: Við Þrasastaði á að standa: Dýrl. 20 hdr. (þar af er
Hvammsreitur metinn 4 hdr.), þ. e. a. s. þessi setning skal vera innan
sviga.
V, bls. 164: I heimildaskrána vantar: Saga frá Skagfirðingum, Ævi-
saga Jóns Espólíns, Heimdallur 1884.
179