Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 23
23
Rauntengsl eða merkingartengsl?
birtingarform þeirrar huglægni sem hún er
sprottin af. Í þessum skilningi gefur mann-
eskjan sem vitundarvera veruleikanum
merkingu. Þýskur stíll er eitthvað í huga
unglings og það sem stíllinn er ræðst af
tengslum hans við veruleikann í málleik
unglingsins. Óháð þessum tengslum er
hið meinta raunhugtak „námshvöt“ gelt
og innantómt. Hvöt manneskju til athafn-
ar af hvaða tagi sem er tekur augljóslega til
þess sem athöfnin er manneskjunni. Eins
þeirrar að „læra“. Eða er hægt að hugsa
sér að unglingur „læri“ þýsku án þess að
þýskan sé honum eitthvað? Er hægt að
hugsa sér að hann „læri“ þýsku án þess
að það hafi gildi fyrir honum að gera svo?
Af einhverjum ástæðum „lærir“ hann
þýsku og forsendur þess að það hafi gildi
hljóta að lúta að þeirri merkingu sem það
hefur allt með öllu að gera svo. Hverjar
eru forsendur þess að þýskan verði fyrir
unglingnum það viðfangsefni að hann vilji
gera þýskustíla? Að okkar dómi hefur slík
spurning miklu dýpri aðferðafræðilega
þýðingu í rannsóknarverkefni af því tagi
sem hér stendur til að vinna (þ.e. um eðli
og stöðu náms í merkingarheimi íslenskra
unglinga) en hefðbundnar sálfræðimæl-
ingar á námshvöt sem raunhugtaki.
Við erum ekki einir um að orða efa-
semdir af þessu tagi. Maehr og McInerney
(2004) staðhæfa að námshvatarkenningar
séu iðulega settar fram í félags- og menn-
ingarlegu tómarúmi og sé því hætt við að
missa marks í þeim aðstæðum sem ekki
falla að sniðmáti þeirra. Þannig sýna rann-
sóknir McInerney (1995) að eignunarkenn-
ingar um námshvöt eins og þær virka
í veruleika vestrænna samfélaga gera
það alls ekki meðal frumbyggja Ástralíu
vegna þess að viðbrögð við námsárangri,
góðum eða slæmum, í samfélagi þeirra
síðarnefndu eru önnur sakir ólíkrar stöðu
nemenda í eigin samfélagi. Segja má að á
hverri kenningu um námshvöt séu þannig
menningar- og félagslegir snertifletir. Í
umfjöllun sinni um „persónulegu fjárfest-
ingarkenninguna“ (e. personal investment
theory) skilgreina Maehr og McInerney
(2004) slíkan snertiflöt við þá kenningu.
Þeir kvarta yfir því að (náms)hvatarkenn-
ingar nú til dags beinist eingöngu að „til-
gangi“ og „sjálfi“. Þótt þar liggi tvímæla-
laust gildar rætur hvatar sé það staðreynd
ekki síður að einstaklingar breyti ætíð með
tilliti til raunhæfra og félags- og menning-
arlega leyfilegra kosta. Andi Wittgensteins
og Winch svífur hér aftur yfir vötnum þótt
þeir komi ekki opinskátt við sögu sjálfir.
Efasemdir um rauneðli
hugtaksins sjálfsagi
Sjálfshugtakið (í samböndunum sjálfsagi,
sjálfstjórn o.s.frv.) er ekki síður áhugavert
í þessu samhengi en námshvatarhugtakið.
Hér má nefna sem byrjunarreit finnska
rannsókn, fremur dæmigerða (Kivinen,
2003). Í henni kemur meðal annars fram
að þeir nemendur sem beita sig vilja til
stjórnar á athygli sinni, sjálfsnámi og
sjálfshjálp í náminu búi í haginn fyrir hvöt
sína til námsins, hugsun sína og stjórn að-
fanga. Með almennari orðum er hér verið
að fjalla um þátt sjálfsaga í námi nemenda
og sú skírskotun dregur mun lengri þekk-
ingarfræðilegan slóða en Kivinen hefur
trúlega grunað.
Almenna hugmyndin um sjálfsaga er
að við beitum okkur „viljastyrk“ til að