Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 34

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 34
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson 34 Á 19. öld komu upp hugmyndir í Skandin- avíu um hagnýtingu handverks sem tækis til þess að styðja við alþýðumenntun á grundvelli almennra uppeldislegra mark- miða. Þessi stefna, sem fékk heitið slöjd, varð síðan að sér stakri kennslugrein á Ís- landi í upphafi 20. aldar. Hér á landi var slöjdstefnan fyrst kölluð skólaiðnaður, skólasmíði eða uppeldisiðnaður til þess að greina hana frá heimilisiðnaði (Jón Þórar- insson, 1891) sem ætlað var að efla sjálfs- bjargargetu heimila og gefa ungu hand- verksfólki tækifæri til þess að vinna fyrir sér (Inga Lára Lárusdóttir, 1913). Einnig hefur heitið uppeldismiðað handverk verið notað yfir slöjdstefnuna enda lýsir það innihaldi hennar vel. Uppeldismið- aðri handverkskennslu í grunnskólum var í upphafi skipt í námsgreinaheitin smíði og hannyrðir, þótt mismunandi heiti hafi verið notuð yfir þessar tvær námsgreinar síðar. Þar sem þessi grein fjallar um upp- eldismiðaða smíðakennslu verður það heiti notað hér. Helstu frumkvöðlar slöjdsins voru Finn inn Uno Cygnæus og Svíinn Otto Sal- omon ásamt Dananum Aksel Mikkelsen. Hugmyndafræði slöjdsins barst til Íslands fyrir atbeina Íslendinga sem ýmist höfðu numið við skóla Mikkelsens eða Salomons eða kynnt sér kennslu þeirra. Kennslu- fræðilegar áherslur þessara skóla voru mismunandi en áhrif Salomons voru þó meiri, þar sem skóli hans var alþjóðlegur. Salomon stofnaði ásamt frænda sínum uppeldismiðaðan kennaraskóla í Nääs í Suður-Svíþjóð árið 1875, þar sem kennd var smíði, handavinna, leikir og heimilis- fræði (Bennett, 1926; Thorbjörnsson, 1990). Þrjátíu og átta Íslendingar, sem flestir voru kennarar, sóttu námskeið í skóla Salom- ons á árunum 1875 til 1938 (Bennett, 1937). Nokkrir þeirra höfðu mótandi áhrif á upp- hafstíma smíðakennslu á Íslandi og tóku þátt í stofnun Heimilisiðnaðarfélags Ís- lands (Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 2012). Kennsla í uppeldismiðaðri smíði hófst formlega á Íslandi árið 1890 í gagnfræða- skólanum í Flensborg í Hafnarfirði undir stjórn Jóns Þórarinssonar skólameistara, sem kenndi jafnframt greinina. Jón hafði numið slöjd við Slöjdkennaraskóla Aksels Mikkelsen í Kaupmannahöfn og studd- ist við kennsluaðferðir hans. Áhrif kenn- araskóla Salomons í Nääs á upphafstíma uppeldismiðaðrar smíðakennslu á Íslandi voru þó yfirgnæfandi, enda voru flestir af fyrstu kennurum kennslugreinarinnar menntaðir í skóla hans. Einn þeirra var Vilhjálmína Oddsdóttir, ung kennslukona Hagnýtt gildi: Greininni er ætlað að segja frá kennaraskóla og hugmyndafræði Ottos Salomon í Nääs, sem var helsti frumkvöðull slöjdstefnunnar á Norðurlöndunum (uppeldis- miðuð smíðakennsla eða skólaiðnaður). Sagt verður frá fyrstu nemendum hans frá Íslandi og áhrifum þeirra á mótun uppeldismiðaðrar handverkskennslu þegar hún var að ryðja sér til rúms hér á landi. Lítið eða ekkert hefur verið rannsakað og ritað um framlag þeirra á þessu sviði. Greinin á því að auka þekkingu lesenda og skilning á eðli og upphafi uppeldismiðaðrar smíðakennslu á Íslandi og gildi hennar, bæði í skólasögulegu og uppeldisfræðilegu samhengi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.