Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 34
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
34
Á 19. öld komu upp hugmyndir í Skandin-
avíu um hagnýtingu handverks sem tækis
til þess að styðja við alþýðumenntun á
grundvelli almennra uppeldislegra mark-
miða. Þessi stefna, sem fékk heitið slöjd,
varð síðan að sér stakri kennslugrein á Ís-
landi í upphafi 20. aldar. Hér á landi var
slöjdstefnan fyrst kölluð skólaiðnaður,
skólasmíði eða uppeldisiðnaður til þess að
greina hana frá heimilisiðnaði (Jón Þórar-
insson, 1891) sem ætlað var að efla sjálfs-
bjargargetu heimila og gefa ungu hand-
verksfólki tækifæri til þess að vinna fyrir
sér (Inga Lára Lárusdóttir, 1913). Einnig
hefur heitið uppeldismiðað handverk
verið notað yfir slöjdstefnuna enda lýsir
það innihaldi hennar vel. Uppeldismið-
aðri handverkskennslu í grunnskólum var
í upphafi skipt í námsgreinaheitin smíði
og hannyrðir, þótt mismunandi heiti hafi
verið notuð yfir þessar tvær námsgreinar
síðar. Þar sem þessi grein fjallar um upp-
eldismiðaða smíðakennslu verður það
heiti notað hér.
Helstu frumkvöðlar slöjdsins voru
Finn inn Uno Cygnæus og Svíinn Otto Sal-
omon ásamt Dananum Aksel Mikkelsen.
Hugmyndafræði slöjdsins barst til Íslands
fyrir atbeina Íslendinga sem ýmist höfðu
numið við skóla Mikkelsens eða Salomons
eða kynnt sér kennslu þeirra. Kennslu-
fræðilegar áherslur þessara skóla voru
mismunandi en áhrif Salomons voru þó
meiri, þar sem skóli hans var alþjóðlegur.
Salomon stofnaði ásamt frænda sínum
uppeldismiðaðan kennaraskóla í Nääs í
Suður-Svíþjóð árið 1875, þar sem kennd
var smíði, handavinna, leikir og heimilis-
fræði (Bennett, 1926; Thorbjörnsson, 1990).
Þrjátíu og átta Íslendingar, sem flestir voru
kennarar, sóttu námskeið í skóla Salom-
ons á árunum 1875 til 1938 (Bennett, 1937).
Nokkrir þeirra höfðu mótandi áhrif á upp-
hafstíma smíðakennslu á Íslandi og tóku
þátt í stofnun Heimilisiðnaðarfélags Ís-
lands (Heimilisiðnaðarfélag Íslands, 2012).
Kennsla í uppeldismiðaðri smíði hófst
formlega á Íslandi árið 1890 í gagnfræða-
skólanum í Flensborg í Hafnarfirði undir
stjórn Jóns Þórarinssonar skólameistara,
sem kenndi jafnframt greinina. Jón hafði
numið slöjd við Slöjdkennaraskóla Aksels
Mikkelsen í Kaupmannahöfn og studd-
ist við kennsluaðferðir hans. Áhrif kenn-
araskóla Salomons í Nääs á upphafstíma
uppeldismiðaðrar smíðakennslu á Íslandi
voru þó yfirgnæfandi, enda voru flestir
af fyrstu kennurum kennslugreinarinnar
menntaðir í skóla hans. Einn þeirra var
Vilhjálmína Oddsdóttir, ung kennslukona
Hagnýtt gildi: Greininni er ætlað að segja frá kennaraskóla og hugmyndafræði Ottos
Salomon í Nääs, sem var helsti frumkvöðull slöjdstefnunnar á Norðurlöndunum (uppeldis-
miðuð smíðakennsla eða skólaiðnaður). Sagt verður frá fyrstu nemendum hans frá Íslandi
og áhrifum þeirra á mótun uppeldismiðaðrar handverkskennslu þegar hún var að ryðja sér til
rúms hér á landi. Lítið eða ekkert hefur verið rannsakað og ritað um framlag þeirra á þessu
sviði. Greinin á því að auka þekkingu lesenda og skilning á eðli og upphafi uppeldismiðaðrar
smíðakennslu á Íslandi og gildi hennar, bæði í skólasögulegu og uppeldisfræðilegu
samhengi.