Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 37

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 37
37 Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu legt gildi fyrir lífi ð og er ekki hægt að þróa í sama mæli á annan hátt. Mikilvægur ábati menntandi handverks er ánægja nemandans af líkamlegri vinnu og virðing hans fyrir henni, sjálfstæð vinnubrögð, reglusemi, nákvæmni, þjálfun athyglis- gáfunnar, iðni, aukinn líkamlegur styrkur, þjálfun augans í því að skoða og skilgreina og efl ing framkvæmdamáttar handar- innar. Slöjd stefnir einnig að þróun hug- rænnar stjórnar, eða með öðrum orðum; það er agandi í eðli sínu (Salomon, 1892a). Margir litu á upphaf skólaiðnaðarins sem endurreisn heimilisiðnaðarins (Ás- laug Sverrisdóttir, 2011). Frumkvöðlar slöjdsins vildu þó greina það frá heimilis- iðnaði, þar sem markmiðin væru ekki þau sömu. Markmið heimilisiðnaðarins var að kenna börnum að bjarga sér og afl a tekna fyrir heimilið (Halldóra Bjarnadóttir, 1912) en markmið slöjdsins var að stuðla að al- mennum þroska nemandans. Árið 1904 gaf Salomon ásamt fl eirum út ritið Handbók fyrir kennara í uppeldismiðaðri smíði (Kortfattad handledning i pedagogisk snickerislöjd) (Salomon, Nordendahl og Hallén, 1904). Í ritinu eru allar nauðsyn- legar upplýsingar til þess að kennari geti byrjað að kenna uppeldismiðaða smíði. Til dæmis eru eiginleikar mismunandi viðar- tegunda skilgreindir og verkfæranotkun lýst. Einnig er æfi ngum lýst og sýnd dæmi um verkefni (Salomon o.fl ., 1904). Sal- omon gaf einnig út aðrar bækur sem fjöll- uðu eingöngu um uppeldisfræðilegt gildi slöjdsins (sjá t.d. Salomon, 1892a). Salomon var umhugað um það að nem- andinn væri miðdepill námsins og var kennslan stuðningur við heildstæða þróun allra hæfi leika hans. Í þessu samhengi var handverkskennslan aðeins tæki í þjón- ustu uppeldisins, en ekki tilkomin hand- verksins vegna (Salomon o.fl ., 1904). Þess vegna var það ekki talið síðra að mennta bóknámskennara í slöjd en þjálfaða hand- verksmenn. Í grein sinni Um kennslu í skólaiðnaði, sem birtist í Tímariti um upp- eldis- og menntamál, segir Jón Þórarinsson (1891), þá kennari í skólaiðnaði við Flens- borg, að smiðir eigi ekki að kenna skóla- 2. mynd: Hið uppeldislega handverk snýst um almennan þroska nemandans, þar sem hand- verksvinnan er vettvangur námsins. Myndin til vinstri er úr handbók Salomons (1892b) en sú til hægri úr Álftamýrarskóla í Reykjavík (birt með leyfi Kristbjarnar Árnasonar, 2008).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.