Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Blaðsíða 37
37
Kennaraskólinn í Nääs og fyrstu íslensku nemendur hans í uppeldismiðaðri smíðakennslu
legt gildi fyrir lífi ð og er ekki hægt að þróa
í sama mæli á annan hátt. Mikilvægur
ábati menntandi handverks er ánægja
nemandans af líkamlegri vinnu og virðing
hans fyrir henni, sjálfstæð vinnubrögð,
reglusemi, nákvæmni, þjálfun athyglis-
gáfunnar, iðni, aukinn líkamlegur styrkur,
þjálfun augans í því að skoða og skilgreina
og efl ing framkvæmdamáttar handar-
innar. Slöjd stefnir einnig að þróun hug-
rænnar stjórnar, eða með öðrum orðum;
það er agandi í eðli sínu (Salomon, 1892a).
Margir litu á upphaf skólaiðnaðarins
sem endurreisn heimilisiðnaðarins (Ás-
laug Sverrisdóttir, 2011). Frumkvöðlar
slöjdsins vildu þó greina það frá heimilis-
iðnaði, þar sem markmiðin væru ekki þau
sömu. Markmið heimilisiðnaðarins var að
kenna börnum að bjarga sér og afl a tekna
fyrir heimilið (Halldóra Bjarnadóttir, 1912)
en markmið slöjdsins var að stuðla að al-
mennum þroska nemandans.
Árið 1904 gaf Salomon ásamt fl eirum út
ritið Handbók fyrir kennara í uppeldismiðaðri
smíði (Kortfattad handledning i pedagogisk
snickerislöjd) (Salomon, Nordendahl og
Hallén, 1904). Í ritinu eru allar nauðsyn-
legar upplýsingar til þess að kennari geti
byrjað að kenna uppeldismiðaða smíði. Til
dæmis eru eiginleikar mismunandi viðar-
tegunda skilgreindir og verkfæranotkun
lýst. Einnig er æfi ngum lýst og sýnd dæmi
um verkefni (Salomon o.fl ., 1904). Sal-
omon gaf einnig út aðrar bækur sem fjöll-
uðu eingöngu um uppeldisfræðilegt gildi
slöjdsins (sjá t.d. Salomon, 1892a).
Salomon var umhugað um það að nem-
andinn væri miðdepill námsins og var
kennslan stuðningur við heildstæða þróun
allra hæfi leika hans. Í þessu samhengi var
handverkskennslan aðeins tæki í þjón-
ustu uppeldisins, en ekki tilkomin hand-
verksins vegna (Salomon o.fl ., 1904). Þess
vegna var það ekki talið síðra að mennta
bóknámskennara í slöjd en þjálfaða hand-
verksmenn. Í grein sinni Um kennslu í
skólaiðnaði, sem birtist í Tímariti um upp-
eldis- og menntamál, segir Jón Þórarinsson
(1891), þá kennari í skólaiðnaði við Flens-
borg, að smiðir eigi ekki að kenna skóla-
2. mynd: Hið uppeldislega handverk snýst um almennan þroska nemandans, þar sem hand-
verksvinnan er vettvangur námsins. Myndin til vinstri er úr handbók Salomons (1892b) en sú
til hægri úr Álftamýrarskóla í Reykjavík (birt með leyfi Kristbjarnar Árnasonar, 2008).