Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 38

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 38
38 Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson iðnað, því þeir skilji ekki uppeldislegt gildi hans. Betra sé að menntaður kennari sjái um kennsluna. Margar nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á uppeldislegt gildi verklegrar kennslu fyrir almennt skólastarf. Til dæmis gerði hópur rannsakenda (Hetland, 2006; Het- land, Winner, Veenema og Sheridan, 2007) í Harvard-háskóla rannsókn er sýndi að nám á sér stað með athugunum og vanga- veltum nemenda við verklegar athafnir. Rannsóknin sýndi jafnframt að samhliða aukinni verkfærni nemandans þróast hug- læg færni og árvekni. Niðurstaða þeirra var studd mörgum eldri rannsóknum sem höfðu gefið svipaða niðurstöðu (Winner, 1991). Rannsóknir norska uppeldisfræð- ingsins Arnes Trageton (Haab esland og Vavik, 2000) sýndu að vinna barna með þrívíð form er þroskavænlegri en vinna með tvívíð efni. Í rannsókn Borg (2007) á gildi samskipta í smíðastofunni kemur fram að viðeigandi hugtakanotkun styður færni hugsunar, umræður og rökræður sem auka gæði námsins. Hetland (2006) skilgreindi átta venjur hugsunar sem þró- uðust hjá nemendum við verklega fram- kvæmd sem efldi handverkstækni þeirra og leikni. Þessar venjur voru: Ástundun, staðfesta, hagnýting ímyndunaraflsins, tjáning, athugun, umhugsun tengd mati á verklegum athöfnum, einbeiting og rann- sókn og skoðun. Otto Salomon Otto Salomon fæddist árið 1849 í Gauta- borg í Svíþjóð. Fjölskylda hans var af gyðingaættum og nokkuð vel efnum búin. Að loknum framhaldsskóla hóf hann há- skólanám í tveimur ólíkum háskólum á sama árinu án þess að ljúka námi. Að því ári loknu settist hann ekki aftur á skóla- bekk. Móðurbróðir Salomons var vellauð- ugur maður að nafni August Abrahamson sem hafði efnast á innflutningi og verslun. Árið 1886 keypti hann sveitasetrið Nääs, þar sem hann settist í helgan stein og eftir- lét bræðrum sínum rekstur fyrirtækisins í Gautaborg. Ári síðar lést kona Abraham- sons og fékk hann þá Salomon til þess að koma til Nääs og sjá um rekstur sveita- setursins. Abrahamson var umhugað um menntun og velferð alþýðunnar og stofn- aði þess vegna skóla fyrir börn í nágrenni Nääs. Sérstök áhersla var lögð á handverk í þessum skóla og menntunin var nem- endum að kostnaðarlausu. Foreldrar voru þó tregir til þess að senda börn í skólann þar sem þau voru mikilvægt vinnuafl í bændasamfélaginu. Abrahamson tók þá það til bragðs að greiða fjölskyldum pen- inga fyrir að senda börnin í skólann. Smám saman öðlaðist skólinn í Nääs þó virðingu íbúanna og greiðslur til foreldra lögðust af (Thorbjörnsson, 2006). Árið 1872 hætti Salomon búrekstri og tók að sér umsjón með skólanum. Skóla- haldið gekk vel, en fljótlega varð þeim Abrahamson og Salomon ljóst að brýn þörf var á því að mennta kennara í hand- verki. Árið 1875 opnuðu þeir því skóla sem sérhæfði sig í menntun kennara í uppeldismiðuðum handmenntum, slöjd. Í skóla Salomons var fyrst lögð áhersla á kennaranám í slöjd fyrir verðandi kennara í Suður-Svíþjóð, en skólinn varð síðan að alþjóðlegri þjálfunarmiðstöð fyrir hand- menntakennara árið 1875 (Bennett, 1926; Thorbjörnsson, 1990).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.