Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 38
38
Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson
iðnað, því þeir skilji ekki uppeldislegt
gildi hans. Betra sé að menntaður kennari
sjái um kennsluna.
Margar nýlegar rannsóknir hafa sýnt
fram á uppeldislegt gildi verklegrar kennslu
fyrir almennt skólastarf. Til dæmis gerði
hópur rannsakenda (Hetland, 2006; Het-
land, Winner, Veenema og Sheridan, 2007)
í Harvard-háskóla rannsókn er sýndi að
nám á sér stað með athugunum og vanga-
veltum nemenda við verklegar athafnir.
Rannsóknin sýndi jafnframt að samhliða
aukinni verkfærni nemandans þróast hug-
læg færni og árvekni. Niðurstaða þeirra
var studd mörgum eldri rannsóknum sem
höfðu gefið svipaða niðurstöðu (Winner,
1991). Rannsóknir norska uppeldisfræð-
ingsins Arnes Trageton (Haab esland og
Vavik, 2000) sýndu að vinna barna með
þrívíð form er þroskavænlegri en vinna
með tvívíð efni. Í rannsókn Borg (2007) á
gildi samskipta í smíðastofunni kemur
fram að viðeigandi hugtakanotkun styður
færni hugsunar, umræður og rökræður
sem auka gæði námsins. Hetland (2006)
skilgreindi átta venjur hugsunar sem þró-
uðust hjá nemendum við verklega fram-
kvæmd sem efldi handverkstækni þeirra
og leikni. Þessar venjur voru: Ástundun,
staðfesta, hagnýting ímyndunaraflsins,
tjáning, athugun, umhugsun tengd mati á
verklegum athöfnum, einbeiting og rann-
sókn og skoðun.
Otto Salomon
Otto Salomon fæddist árið 1849 í Gauta-
borg í Svíþjóð. Fjölskylda hans var af
gyðingaættum og nokkuð vel efnum búin.
Að loknum framhaldsskóla hóf hann há-
skólanám í tveimur ólíkum háskólum á
sama árinu án þess að ljúka námi. Að því
ári loknu settist hann ekki aftur á skóla-
bekk. Móðurbróðir Salomons var vellauð-
ugur maður að nafni August Abrahamson
sem hafði efnast á innflutningi og verslun.
Árið 1886 keypti hann sveitasetrið Nääs,
þar sem hann settist í helgan stein og eftir-
lét bræðrum sínum rekstur fyrirtækisins í
Gautaborg. Ári síðar lést kona Abraham-
sons og fékk hann þá Salomon til þess að
koma til Nääs og sjá um rekstur sveita-
setursins. Abrahamson var umhugað um
menntun og velferð alþýðunnar og stofn-
aði þess vegna skóla fyrir börn í nágrenni
Nääs. Sérstök áhersla var lögð á handverk
í þessum skóla og menntunin var nem-
endum að kostnaðarlausu. Foreldrar voru
þó tregir til þess að senda börn í skólann
þar sem þau voru mikilvægt vinnuafl í
bændasamfélaginu. Abrahamson tók þá
það til bragðs að greiða fjölskyldum pen-
inga fyrir að senda börnin í skólann. Smám
saman öðlaðist skólinn í Nääs þó virðingu
íbúanna og greiðslur til foreldra lögðust af
(Thorbjörnsson, 2006).
Árið 1872 hætti Salomon búrekstri og
tók að sér umsjón með skólanum. Skóla-
haldið gekk vel, en fljótlega varð þeim
Abrahamson og Salomon ljóst að brýn
þörf var á því að mennta kennara í hand-
verki. Árið 1875 opnuðu þeir því skóla
sem sérhæfði sig í menntun kennara í
uppeldismiðuðum handmenntum, slöjd.
Í skóla Salomons var fyrst lögð áhersla á
kennaranám í slöjd fyrir verðandi kennara
í Suður-Svíþjóð, en skólinn varð síðan að
alþjóðlegri þjálfunarmiðstöð fyrir hand-
menntakennara árið 1875 (Bennett, 1926;
Thorbjörnsson, 1990).