Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 62

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 62
62 Kristín Bjarnadóttir Eftir síðari heimsstyrjöld komu upp spurningar og áhyggjur af stærðfræði- kennslu víða um lönd. Endurskoðunar- hreyfingar komu fram, bæði í Bandaríkj- unum, Bretlandi og á meginlandi Evrópu meðal frönskumælandi hópa. Hreyfing- arnar urðu að alþjóðlegri endurskoðunar- stefnu undir heitinu „nýja stærðfræðin“ sem bar með sér væntingar um efnahags- legar framfarir í kjölfar bættrar tækni- menntunar. Rannsóknin sem hér verður lýst er við- bót við stærri rannsókn á aðdraganda, innleiðingu og afdrifum nýs námsefnis í stærðfræði á Íslandi sem átti rætur að rekja til hinna alþjóðlegu hræringa (Kristín Bjarnadóttir, 2006). Þessi hluti rannsókn- arinnar beinist að kynningu í fjölmiðlum og umræðum sem fylgdu í kjölfarið. Rann- sóknin er sagnfræðileg; leitað var gagna í dagblöðum, tímaritum, skjölum á skjala- söfnum og með viðtölum við einstaklinga. Viðmælendur voru valdir með hentug- leikaúrtaki úr hópi þeirra sem líklegir voru til að muna kynningarþætti um nýju stærðfræðina í sjónvarpi. Viðmælend- unum voru gefin dulnefni. Þættirnir voru ætlaðir fullorðnum til fræðslu en ekki nemendum í barnaskóla. Þess vegna var ekki leitað viðmælenda úr hópi þeirra. Er vonast til að þessar heimildir endurspegli þá hrifningu sem ríkti í upphafi og síðari vonbrigði. Ennfremur kynntist rannsak- andi sjálfur innleiðingu námsefnisins sem aðstoðarkennari á námskeiðum um nýju stærðfræðina fyrir barnaskólakennara og sem háskólanemi þar sem nýja stærð- fræðin var kynnt. Upphaf endurskoðunar Fulltrúar atvinnulífsins í Bretlandi létu í ljós áhyggjur af því að háskólanám í stærðfræði nýttist ekki í atvinnulífinu og háskólakennarar töldu að stærðfræðinám í menntaskólum væri ekki rétti undir- búningurinn undir háskólanám í stærð- fræði. Þar væri bil sem þyrfti að brúa. Nokkrar ráðstefnur voru haldnar 1957–59 þar sem saman komu háskólaprófessorar í stærðfræði, stærðfræðikennarar í fram- haldsskólum og fulltrúar atvinnulífsins og kennarasamtaka til að ræða endurbætur á stærðfræðimenntun þar sem námsefni í stærðfræði var rætt. Nokkrar gerðir náms- efnis spruttu upp úr samstarfinu, meðal Hagnýtt gildi: Lærdómurinn sem draga má af innleiðingu nýju stærðfræðinnar er að varast skyndihrifningu af nýjungum og að læra af reynslunni. Halda ætti til haga upplýsingum um tilraunir og breytingar á námsefni og kennsluháttum þannig að aðgengilegt sé. Kynning náms- efnis fyrir kennurum og foreldrum þarf að vera raunsæ og stuðla að því að þeir geti betur tekist á við hlutverk sitt en ella. Ætla þarf fé og mannafla til að prófa nýtt námsefni áður en það er lagt fyrir heila árganga. Veita þarf kennurum handleiðslu allan tímann meðan á innleiðingu stendur þegar námsefni er endurnýjað fremur en að bjóða þeim aðeins upp á stuttar kynn- ingar. Foreldrar ættu einnig að hafa aðgang að fræðslu sem geri þeim mögulegt að styðja við nám barna sinna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.