Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 62
62
Kristín Bjarnadóttir
Eftir síðari heimsstyrjöld komu upp
spurningar og áhyggjur af stærðfræði-
kennslu víða um lönd. Endurskoðunar-
hreyfingar komu fram, bæði í Bandaríkj-
unum, Bretlandi og á meginlandi Evrópu
meðal frönskumælandi hópa. Hreyfing-
arnar urðu að alþjóðlegri endurskoðunar-
stefnu undir heitinu „nýja stærðfræðin“
sem bar með sér væntingar um efnahags-
legar framfarir í kjölfar bættrar tækni-
menntunar.
Rannsóknin sem hér verður lýst er við-
bót við stærri rannsókn á aðdraganda,
innleiðingu og afdrifum nýs námsefnis í
stærðfræði á Íslandi sem átti rætur að rekja
til hinna alþjóðlegu hræringa (Kristín
Bjarnadóttir, 2006). Þessi hluti rannsókn-
arinnar beinist að kynningu í fjölmiðlum
og umræðum sem fylgdu í kjölfarið. Rann-
sóknin er sagnfræðileg; leitað var gagna í
dagblöðum, tímaritum, skjölum á skjala-
söfnum og með viðtölum við einstaklinga.
Viðmælendur voru valdir með hentug-
leikaúrtaki úr hópi þeirra sem líklegir
voru til að muna kynningarþætti um nýju
stærðfræðina í sjónvarpi. Viðmælend-
unum voru gefin dulnefni. Þættirnir voru
ætlaðir fullorðnum til fræðslu en ekki
nemendum í barnaskóla. Þess vegna var
ekki leitað viðmælenda úr hópi þeirra. Er
vonast til að þessar heimildir endurspegli
þá hrifningu sem ríkti í upphafi og síðari
vonbrigði. Ennfremur kynntist rannsak-
andi sjálfur innleiðingu námsefnisins sem
aðstoðarkennari á námskeiðum um nýju
stærðfræðina fyrir barnaskólakennara
og sem háskólanemi þar sem nýja stærð-
fræðin var kynnt.
Upphaf endurskoðunar
Fulltrúar atvinnulífsins í Bretlandi létu
í ljós áhyggjur af því að háskólanám í
stærðfræði nýttist ekki í atvinnulífinu og
háskólakennarar töldu að stærðfræðinám
í menntaskólum væri ekki rétti undir-
búningurinn undir háskólanám í stærð-
fræði. Þar væri bil sem þyrfti að brúa.
Nokkrar ráðstefnur voru haldnar 1957–59
þar sem saman komu háskólaprófessorar
í stærðfræði, stærðfræðikennarar í fram-
haldsskólum og fulltrúar atvinnulífsins og
kennarasamtaka til að ræða endurbætur
á stærðfræðimenntun þar sem námsefni í
stærðfræði var rætt. Nokkrar gerðir náms-
efnis spruttu upp úr samstarfinu, meðal
Hagnýtt gildi: Lærdómurinn sem draga má af innleiðingu nýju stærðfræðinnar er að varast
skyndihrifningu af nýjungum og að læra af reynslunni. Halda ætti til haga upplýsingum um
tilraunir og breytingar á námsefni og kennsluháttum þannig að aðgengilegt sé. Kynning náms-
efnis fyrir kennurum og foreldrum þarf að vera raunsæ og stuðla að því að þeir geti betur tekist
á við hlutverk sitt en ella. Ætla þarf fé og mannafla til að prófa nýtt námsefni áður en það er
lagt fyrir heila árganga. Veita þarf kennurum handleiðslu allan tímann meðan á innleiðingu
stendur þegar námsefni er endurnýjað fremur en að bjóða þeim aðeins upp á stuttar kynn-
ingar. Foreldrar ættu einnig að hafa aðgang að fræðslu sem geri þeim mögulegt að styðja við
nám barna sinna.