Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 64
64
Kristín Bjarnadóttir
en ekki sem töfrabrögð. Hugmyndirnar
yrðu útfærðar innan hvers lands en mælt
var með því að fulltrúar þjóða ynnu saman
að hugmyndavinnu (OEEC, 1961).
Fulltrúar Norðurlandanna fjögurra,
Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finn-
lands, tóku sig saman og stofnuð var
nefnd á vegum Norðurlandaráðs, Nor-
diska kommittén for modernisering af
matematikundervisningen, NKMM. Hún
samdi fyrirmyndir að námsefni sem síðan
var þýtt og endursamið í hverju landi fyrir
sig. Í skýrslu um samvinnuna segir að
nefndin hafi orðið sammála um að byggja
starf sitt á erlendum fyrirmyndum, sér-
staklega UICSM, SMSG og SMP, enda sé
stærðfræði einstaklega alþjóðleg náms-
grein (Nordisk skolmatematik, 1967).
Svo virðist sem ótti við að dragast aftur
úr í nútímavæðingu hafi verið hvati að
þátttöku í endurskoðunarhreyfingunni.
Í málgagni breskra stærðfræðikennara,
Mathematics Teaching, birtist eftirfarandi
klausa árið 1958:
… Efnisþætti eins og mengjaalgebru eða vensl
mætti hafa hag af að kenna ... á neðri skólastigum
… Menn eru að læra hvernig á að fara að því í
öðrum löndum og við munum dragast aftur úr ef
við lærum það ekki líka4 (Cooper, 1985, bls. 76).
Þetta sjónarmið kom víðar fram, til
dæmis í Brasilíu: „Stærðfræðikennslan
varð að vera nútímaleg eins og Brasilía
vildi og bjóst við að verða“ (Búrigo, 2008).
Þessa gætti líka á Íslandi: „Nú þurfum
við að gæta heiðurs okkar og hagsmuna
í menningarsamkeppni nútímans, gæta
þess að kröfurnar eru aðrar en þær voru,“
4topics as the algebra of sets or relations might be taught
with a profit … lower down the school … In other count-
ries they are learning how to do this, and unless we learn
too we shall be left behind.
sagði Kristján Sigtryggsson (1964) í frá-
sögn af ferð sinni til Bandaríkjanna þar
sem hann kynnti sér nýjungar í stærð-
fræðinámsefni.
Aðdragandi endurskoðunar á Íslandi
Ríkt hafði stöðnun í námsefnismálum á Ís-
landi á meðan orka yfirvalda hafði farið í
skólabyggingar í kjölfar nýrra fræðslulaga
árið 1946 (Kristín Bjarnadóttir, 2009). Jónas
B. Jónsson, fræðslustjóri í Reykjavík, hafði
frumkvæði að endurskoðun á námsefni
í stærðfræði. Hann sendi Kristján Sig-
tryggsson, eftirlitskennara í reikningi við
barnaskólana í Reykjavík, vestur um haf
veturinn 1963–64 til að kynna sér nýtt
námsefni í stærðfræði. Kristján (1964) rit-
aði grein þar sem hann lýsti meðal annars
námsefni UICSM og SMSG. Sýnishorn af
því barst til Íslands eftir ferð hans en engar
ákvarðanir voru teknar um sinn (Kristinn
Gíslason, 1978).
Guðmundur Arnlaugsson mennta-
skólakennari hafði hins vegar spurnir af
endurskoðunarstarfi í Danmörku frá koll-
egum sínum sem hann hafði kynnst er
hann dvaldi við nám og störf í Danmörku
á árunum 1933–36 og 1939–45. Guðmund-
ur var ráðinn námsstjóri í stærðfræði í
hálfu starfi við Menntamálaráðuneytið
árið 1964. Hann benti á námsefni NKMM
fyrir barnaskóla, sem Agnete Bundgaard,
kennari á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn,
vann að, á fundum með Jónasi B. Jóns-
syni, Kristjáni Sigtryggssyni og Kristni
Gíslasyni kennara. Kristinn Gíslason fór
til Friðriksbergs vorið 1966 og kynnti sér
námsefnið. Aðeins námsefni fyrsta bekkjar
var tilbúið en efni fyrir tvö næstu námsár