Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 65

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 65
65 Nýja stærðfræðin í barnaskólum var til í tilraunaútgáfum. Kristinn þýddi námsefnið fyrir fyrsta bekk um sumarið og tilraunakennsla hófst um haustið í sjö bekkjum í Laugarnesskóla og Hvassaleit- isskóla undir stjórn Kristins og Kristjáns. Kristinn og Kristján héldu reglulega fundi með kennurum tilraunaefnisins auk þess sem skipulagðir voru kynningarfundir með foreldrum. Næsta ár var þýtt náms- efni fyrir annan bekk (Kristinn Gíslason, 1978). Ævintýri sem stóð yfir á annan ára- tug var hafið. Guðmundur Arnlaugsson skipulagði námskeið fyrir kennara á gagnfræðastigi sem þá var svo nefnt og samsvarar nú- verandi unglingastigi grunnskóla. Árið 1966 gaf Ríkisútgáfa námsbóka út bók Guðmundar Arnlaugssonar, Tölur og mengi. Bókin var ætluð til tilraunakennslu við landsprófsdeildir gagnfræðaskóla, en landsprófið var þá inntökupróf í mennta- skóla og kennaraskóla. Bundgaard-námsefnið innleitt Tilraunakennsla Bundgaard-námsefnis- ins þótti takast vel og um vorið 1967 var ákveðið að bjóða þeim kennurum í Reykja- vík sem vildu að prófa námsefnið í sínum fyrstu bekkjum næsta ár og halda nám- skeið fyrir þá (Kristinn Gíslason, 1978). Námsefnið var kynnt á fundi með skóla- stjórum í Reykjavík. Um haustið 1967 sóttu 86 kennarar námskeið um námsefni fyrsta bekkjar (Frá Fræðslumálaskrifstof- unni, 1968). Í viðtölum við kennara sem sóttu námskeiðið kom í ljós að ekki voru allir haldnir brennandi áhuga en kváðust hafa farið að tilmælum síns skólastjóra. Fjöldinn allur sýndi þó verulegan áhuga á námi og starfi þegar út í það var komið. Ljóst var að eftirfylgni svipuð þeirri sem verið hafði árið áður með kennurum og foreldrum var ekki gerleg (Kristinn Gísla- son, 1978). Líklegt er að sjónvarpsþáttaröð, sem tók að birtast í október sama ár í ný- stofnuðu sjónvarpinu, hafi verið ætlað að bæta það upp. Sé gert ráð fyrir að í hverj- um bekk hafi verið 25 nemendur má gera ráð fyrir að kennarar um 2000 nemenda eða um hálfs árgangsins í landinu hafi notið þessarar kennslu. Þótt 25 nemendur í bekk sé ef til vill ofáætlun er hins að gæta að algengast var að hver kennari kenndi tveimur bekkjum og nokkrir þeirra hafa getað kennt tveimur fyrstu bekkjum. Árið eftir, haustið 1968, komu 56 kennaranna aftur á námskeið til að kynna sér námsefni annars bekkjar en 75 nýir kennarar komu til að búa sig undir að kenna fyrsta bekk (Kennaranámskeið 1968, 1968). Höfundar námsefnis fyrsta og annars bekkjar voru Agnete Bundgaard og Eeva Kyttä en Agnete Bundgaard var eini höf- undur efnisins fyrir 3., 4., 5. og 6. bekki. Námsefnið varð flóknara þegar fram í sótti. Næstum engan texta var að finna í námsefni fyrsta bekkjar, enda ekki gert ráð fyrir að nemendur væru læsir, en þegar komið var fram í þriðja bekk jókst textinn og námsefnið varð nýstárlegra. Víxlregla og tengiregla, rómverskar tölur, sætis- talnaritun með grunntölunni fimm, prím- tölur, umraðanir þriggja staka og þver- summur með tilliti til deilanleika með níu voru komin fram fyrir lok þriðja bekkjar. Mengjafræði með sammengi, sniðmengi, hlutmengi og einkvæmri svörum, sætis- talnaritun með fleiri grunntölum og rúm- fræði á mengjafræðilegum grunni bættust
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.