Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 72
72
Kristín Bjarnadóttir
var tekin upp, sagði nýlega: „Það er alltaf
sama sagan í þessu landi. Við tókum þetta
efni upp þegar Danir voru að leggja það
niður.“ (S., munnleg heimild, 27. nóvem-
ber, 2010).
Umræða
Hvað fór úrskeiðis við innleiðingu nýju
stærðfræðinnar í íslenska barnaskóla og
kynningu á henni? Vandinn fólst ekki í
að verið væri að taka eitthvað upp sem
lagt hafði verið niður annars staðar eins
og menn óttast svo oft í einangrun sinni.
Þvert á móti var einn höfuðgallinn við að
taka upp Bundgaard-námsefnið sá að að-
eins var búið að fullsemja efni fyrir einn
bekk af sex þegar hafist var handa við að
þýða það á íslensku og enginn vissi hvaða
stefnu það tæki þegar fram í sækti. Efni
fyrstu tveggja áranna var fremur aðgengi-
legt og það var ekki fyrr en í þriðja bekk
sem stærðfræðin var sett fram af fullum
þunga.
Halda má fram að ákvörðun hafi verið
tekin í fullmikilli fljótfærni og kenna þar
um þorsta manna í nýtt efni eftir langvar-
andi stöðnun. Ákvarðanir um innleiðingu
nýju stærðfræðinnar voru teknar að bestu
manna yfirsýn að því er talið var, bæði á
Íslandi og annars staðar. Yfirvöld mennta-
mála, stærðfræðingar og kennarar komu
að ákvörðunum, en samt fór margt öðru
vísi en ætlað var. Menntunarfræði stærð-
fræðinnar rekur upphaf sitt til eftirmála
nýstærðfræðinnar. Rannsóknir á því sviði
eru orðnar umfangsmiklar en margt er enn
á huldu.
Nýja stærðfræðin, með hinum nýju
reikniaðferðum, olli menningarlegu upp-
námi í hinu einsleita þjóðfélagi á Íslandi
um 1970. Færri höfðu dvalið erlendis við
nám og störf en síðar varð. Algengara hefur
orðið síðar að börn hafi lært önnur tilbrigði
við reikniaðferðir í erlendum skólum og
erlendir innflytjendur hafa flutt með sér
nýja menningarstrauma á sviði stærðfræði
sem öðru. Einhverjir hafa aldrei lært neina
reikniaðferð en vasareiknar hafa breitt yfir
þann vanda.
Reynt var að kynna nýju stærðfræðina
sem þátt í nútímavæðingu síns tíma til
að „gæta heiðurs landsins og hagsmuna
í menningarsamkeppni nútímans“ eins
og Kristján Sigtryggsson sagði. Kynn-
ingarstarfið, svo sem sjónvarpsþættirnir
0%
20%
40%
60%
80%
100%
1 2 3 4 5 6
Hlutfall nemenda með mismunandi
námsefni eftir bekkjum 1976−1977
Eldra efni
Bundgaard-efni
Nýtt efni
3. mynd – Notkun
kennslubóka í stærðfræði
skólaárið 1976–1977.
Bundgaard-námsefnið er
horfið í fyrsta bekk.