Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 86

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Qupperneq 86
86 Meyvant Þórólfsson vísinda og tækni í samfélaginu og ábyrgð manneskjunnar á áhrifum slíkra vísinda á umhverfi sitt og náttúru. Samkvæmt STS er þannig gert ráð fyrir að náttúruvísinda- menntun á öllum skólastigum taki mið af félagslegu og menningarlegu samhengi, mannúðargildum og því að nemendur rannsaki sjálfir og upplifi eigið umhverfi með hugtök og aðferðir vísinda að vopni. Þeir byggi þannig upp eigin skilning og læri að leggja rökstutt mat á álitamál er tengjast hlutverki vísinda og tækni. Þótt STS-áherslan hafi fengið sæmilegan byr á undanförnum áratugum, einkum við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar og aftur nú við upphaf annars áratugar 21. aldar, má segja að slík sjónarmið hafi ekki átt upp á pallborðið hjá öllum hags- munaaðilum skólastarfs. Yager heldur því fram að stefnumótendur náttúruvísinda- menntunar hafi að vísu gefið hugmyndum STS sæmilegan gaum í orðræðu endrum og sinnum, en þeim hafi sjaldnar lánast að gera sjálfum leiknum, náttúruvísinda- leiknum, skil eins og hann skyldi leikinn á vettvangi skólastarfsins. En hvað fólst í raun í samlíkingu Ya- gers? Þótt hin stutta grein Never playing the game (Yager, 1988) hafi ekki látið mikið yfir sér má segja að skilaboðin hafi verið skýr. Yager líkti hefðbundnu náttúruvísinda- námi 20. aldar við eins konar íþróttaleik, þar sem mikið hefði verið lagt upp úr und- irbúningi, þjálfun og mótun þátttakenda samkvæmt fyrirfram gefnum viðmiðum og leikreglum. Reglurnar hefðu verið skýrt skilgreindar líkt og í öðrum leikjum og fáir velktust í vafa um hlutverk þátttak- enda. Þátttakendur náttúruvísindaleiksins þurftu með öðrum orðum að byrja á að læra hugtök, vinnubrögð, lögmál, meðferð tækja og efna og þar fram eftir götum. En lengra hefði þátttaka þeirra hins vegar ekki náð í þessum annars ögrandi og spennandi leik. Yager taldi sig þannig sjá grundvallar- mun á venjulegum leik annars vegar og náttúruvísindaleiknum hins vegar. Í venju- legum leik, til dæmis íþróttaleik, fengju þátttakendur nefnilega fyrr eða síðar að spreyta sig, beita kunnáttu sinni, leikni og hæfni. Í mörgum slíkum leikjum reyndi jafnvel á skapandi hæfni og frumkvæði. En, eins og titill greinarinnar frá 1988 gaf til kynna, þá óttaðist hann að þátttakendur náttúruvísindaleiksins fengju fæstir tæki- færi til að stunda leikinn sem sjálfstæðir þátttakendur eða rannsakendur; öllu væri nefnilega stýrt ofan frá og tímanum varið í að læra reglurnar, búa sig undir leikinn og gangast undir próf úr honum, en ekki að stunda hann sjálfan við raunverulegar aðstæður. Yager átti þarna við náttúruvís- indanám í bandaríska skólakerfinu, K-12, sem er þrettán ár. Á Íslandi er hliðstæður námstími í grunn- og framhaldsskóla fjór- tán ár. Þegar sá sem þetta skrifar rifjar upp þátt- töku sína í náttúruvísindaleikjum grunn- og framhaldsskóla hérlendis á seinni hluta 20. aldar er ekki laust við að þetta hljómi kunnuglega. Umfjöllun um náttúruvísindi í Mýrarhúsaskóla, Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar og Menntaskólanum í Reykjavík forðum snerist fyrst og fremst um undir- búning fyrir eins konar „náttúruvísinda- leiki“ sem aldrei voru leiknir, svo var það a.m.k. í minningunni. Lesið var í bókum og fróðleik miðlað um plöntur, dýr, vogarafl, efnahvörf, orku, bylgjur, krafta og sjávar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.