Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 105

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Síða 105
105 sem hvatning og umræðugrundvöllur í samtölunum við börnin. Þannig var leitast við að ganga út frá sjónarmiðum barnanna í viðtölunum og sýndu langflest börnin því mikinn áhuga að skoða mynd- irnar og ræða við rannsakandann um þær. Þegar gengið var með þessum hætti út frá myndum sem börnin tóku sjálf af daglegu starfi í leikskólanum kölluðu börnin fram minningar og tilfinningar sem varla hefðu annars komið fram. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að börnin litu á upphaf grunnskólagöngu sem mikilvæg tímamót og þau gerðu ráð fyrir töluverðum breytingum á lífi sínu þegar þau færu úr leikskólanum í grunnskólann. Þau nefndu einkum að gerðar væru meiri kröfur um að þau lærðu ákveðna hluti í grunnskóla, svo sem stærðfræði og lestur; jafnframt að skipulag grunnskólans væri öðruvísi, með kennslustundum og frímín- útum en lítið færi fyrir hvíld eða leik. Þetta er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna hér á landi og í nágrannalönd- unum (Broström, 2006; Corsaro og Molin- ari, 2000a, 2000b, 2005; Eide og Winger, 1994; Griebel og Niesel, 2002, 2003; Jó- hanna Einarsdóttir, 2003, 2007a; Loizou, 2011; Potter og Briggs, 2003; Yeo og Clarke, 2005). Í báðum leikskólunum ræddu börnin um það hvernig þau væru undirbúin und- ir grunnskólann með heimsóknum í hann og sérstökum verkefnum. Börnin töldu verkefnavinnuna miðast við að æfa þau í færni sem kæmi þeim til góða í grunn- skólanum. Aðrar rannsóknir hér á landi benda til þess að formlegur undirbúning- ur af þessum toga sé orðinn reglubundinn þáttur á síðasta ári leikskólans (Jóhanna Einarsdóttir, 2004a; Jóhanna Einarsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir, 2011). Í ljós hefur komið að slíkur undirbúningur veit- ir börnum öryggi og kemur þeim til góða við að aðlagast nýju umhverfi grunnskól- ans enda virtust flest börnin, sem tóku þátt í rannsókninni, vera örugg með sig og líta með tilhlökkun til þess að byrja í grunn- skóla. Hins vegar gengur undirbúningur af þessu tagi út frá því að grunnskólinn sé óbreytanleg stofnun, sem börnin þurfi að aðlagast, og að leikskólinn þurfi að skila börnunum tilbúnum til að takast á við hann. Á undanförnum árum hefur þessi hugs- un sætt nokkurri gagnrýni. Bernskurann- sóknir og síðtímahugmyndir um börn setja spurningar við algildar hugmyndir um börn og það sjónarmið að öll börn skuli búa yfir sambærilegri færni á sama tíma. Þess í stað er lögð áhersla á margbreyti- leika og styrkleika barna (Albon, 2011; Dahlberg o,fl., 2007; Elkind, 1997). Bent hefur verið á að í stað þess að beina ein- göngu sjónum að undirbúningi barnanna þurfi grunnskólinn að vera tilbúinn að taka á móti fjölbreyttum barnahópi og byggja á fyrri reynslu þeirra við upp- haf grunnskólagöngunnar. Aðferðir til að tengja skólastigin þurfi að beinast að sam- fellu í námi barnanna þannig að byggt sé á þeirri reynslu, þekkingu og hæfni sem þau þegar hafa (Peters, 2010b; Petriwskyj og Grieshaber, 2011). Hugmyndin um sam- fellu í námi barna og að grunnskólinn skuli byggja á fyrra námi og reynslu barnanna úr leikskólanum kemur jafnframt fram í aðalnámskrám skólastiganna (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2011a, 2011b). Börn gera ráð fyrir að töluverðar breyt- „Þá byrjar kennarinn að láta mann læra“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.