Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 115

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 115
115 Viðhorf tveggja leikskólakennara og aðferðir við valdeflingu leikskólabarna sem engan þátt í ákvörðunum, óháð hug- myndafræði leikskólanna. Nýleg úttekt á vegum mennta- og menningarmálaráðu- neytisins á leikskóla styður niðurstöður Önnu Magneu, en þar segir: „Börnunum virðist líða vel en taka ekki nægan þátt í ákvörðunum“ (Árný Elíasdóttir og Kristín Björk Jóhannsdóttir, 2011, bls. 5). Jóhanna Einarsdóttir (2011) telur að aukin áhersla á rétt barna til að tjá skoðanir sínar og hafa áhrif á umhverfi sitt, eins og kveðið er á um í Barnasáttmála SÞ (1989), „gæti haft áhrif á starfshætti í leikskólum“, t.d. dregið úr aðgreiningu leiks og náms (Jó- hanna Einarsdóttir (2011, bls. 14). Þessi umfjöllun gefur tilefni til frekari skoðunar á starfsháttum í leikskóla sem byggist á hugtakinu valdeflingu, en um það fjallar rannsóknin sem hér er kynnt. Kenningarlegur grunnur rannsóknarinnar Viðmið þessarar rannsóknar er það að viðhorf einstaklinga, og þar með kenn- ara, sé meginmótunarþáttur í starfi þeirra (Dahlberg o.fl., 2007; Ekholm og Hedin, 1993; Jordan, 2004; Katrín Friðriksdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2002; Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007). Kenningarlegur grunnur rannsóknarinnar er eignunar- kenning (e. attribution theory) Heiders (1988), en samkvæmt henni ræðst breytni fólks einkum af hugmyndum þess um þá eiginleika sem það telur sig búa yfir og skýringum sem það gefur á eigin atferli. Eignunarkenningin er skyld hughyggju um sjálfið, en samkvæmt henni eru sjálfið og sjálfshugmyndirnar eitt og hið sama, eða safn hugmynda okkar um það hver við sjálf erum. Heider (1988) taldi, eins og fyrr segir, að fólk beitti viðhorfum sínum frekar en kaldri rökhyggju sem viðmiðum við að skilja og túlka umhverfi sitt. Fólk flokki fyrirbæri til að skilja, hafa stjórn á og spá fyrir um umhverfi sitt; að lokum verði skýringarnar að væntingum og viðhorfum sem einstaklingurinn notar sem viðmið til að skilja, skýra og segja fyrir um atburði. Þannig móta fyrirfram gefnar hugmyndir persónu P um ferli F að verulegu leyti skilning P á F og þær orsakaskýringar sem P gefur á F eftir á (af hverju eitthvað gerðist eða gerðist ekki) eða fyrirfram (af hverju eitthvað muni líklega gerast eða ekki gerast). Dæmi: „það gekk mjög vel, ég er flink í vettvangsferðum“ eða „það gekk mjög vel, börnin elska að fara í vett- vangsferðir“ eða „það gekk mjög vel, ég undirbjó ferðina vel“. Í þessari grein er horft til ákveðinna þátta gagnrýninnar kenningar (e. critical theory), sérstaklega kenningar Habermas (1996, 2007). Gagnrýnin kenning mótaðist í svokölluðum Frankfurtskóla sem varð til í Þýskalandi á þriðja áratug 20. aldar þegar fræðimenn eins og Max Horkheim- er, Theodor Adorno og Herbert Marcuse gagnrýndu tæknihyggju þess tíma; að innan tæknihyggju væri hugsun og stærð- fræði blandað saman, allt sett upp í tölur og kerfi, ofuráhersla væri á hið mælanlega og sneitt hjá tilfinningum og menningu fólks. Hér er stuðst við skilgreiningu Ziehe á hugtakinu afturblik (e. reflexivity), að einstaklingur upplifi aukna möguleika til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.