Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 136
136
Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir
sem búa yfir grundvallarfærni, skilningi,
vilja og jákvæðum viðhorfum til allra
nemenda því það er í höndum þeirra að
haga kennslunni þannig að skólinn skipti
máli í lífi allra barna (Jóhanna Karlsdóttir
og Hafdís Guðjónsdóttir, 2009; O´Brian og
O´Brian, 1996).
Kennaramenntun
Kennarar telja að kennarastarfið sé orðið
flóknara, erfiðara og sérhæfðara en það
var fyrir nokkrum áratugum (Ingólfur Á.
Jóhannesson, 1999, 2006). Til þess að kenn-
arar öðlist hæfni til að takast á við nýtt og
breytt hlutverk er nauðsynlegt að þeir eigi
kost á vandaðri grunnmenntun en jafn-
framt að innbyggt sé í starfið ferli faglegrar
endurmenntunar sem heldur við þeirri
hæfni sem nauðsynleg er í upplýsinga-
samfélagi nútímans (Commission of the
European Communities, 2007). Þekkingin,
reynslan og viðhorfin sem kennarinn býr
yfir ráða miklu um það hvernig honum
gengur að skapa áhrifaríkt námsumhverfi
fyrir alla nemendur. Um leið er hann
orðinn áhrifavaldur í skóla án aðgrein-
ingar (Evrópumiðstöðin fyrir þróun í sér-
kennslu, 2011; Reynolds, 2001).
Savolainen (2009) bendir á að kennarar
gegni veigamiklu hlutverki í menntun og
að gæði menntakerfisins verði aldrei meiri
en gæði kennaranna sem starfa innan þess.
Rannsóknir benda til þess að hæfni kenn-
arans ráði meira um árangur nemenda
en aðrir þættir, þ.m.t. bekkjarstærð, sam-
setning nemendahópsins og bakgrunnur
nemenda (sjá t.d. Bailleul, Bataille, Langlo-
is, Lanoe og Mazereau, 2008; Sanders og
Horn, 1998).
Mikilvægt er að grunnmenntun kenn-
ara veiti þeim færni í uppeldis- og
kennslufræði og sérfræðiþekkingu í
ákveðinni námsgrein þannig að þeir verði
færir um að kenna fjölbreyttum nemenda-
hópum lykilfærni á árangursríkan hátt
(European Agency for Development in
Special Needs Education, 2012a). Kenn-
aramenntun á að búa kennaranema undir
að hefja kennarastarfið á þeim forsendum
að þeir beri ábyrgð á góðu námi og félags-
legri hlutdeild allra nemenda (Florian og
Rouse, 2009; Haug, 2003). Þetta kemur
heim og saman við rannsókn Maríu Stein-
grímsdóttur (2010) á fagmennsku og
starfsþroska kennara sem hafa starfað í
fimm ár. Þeir telja að það skipti meira máli
að vera færir um að kenna fjölbreyttum
nemendahópi en að hafa góða þekkingu
á námsefninu, eins og þeir töldu í upphafi
kennsluferilsins.
Líklegt er að margir kennaranemar
ljúki námi án þeirrar færni, þekkingar
eða viðhorfa sem nauðsynleg eru talin til
að kenna öllum nemendum (European
Parliament, 2008). Því þarf að skapa öllum
kennaranemum tækifæri til þjálfunar og
starfs í skóla án aðgreiningar ásamt mögu-
leikum á framhaldsnámi og símenntun til
að auka þekkingu sína og hæfni á þessu
sviði (Jones og Fuller, 2003).
Rannsóknarhópur á vegum Evrópu-
miðstöðvar fyrir þróun í sérkennslu hefur
þróað viðmiðunarramma um þá hæfni
sem talin er mikilvæg kennurum sem
starfa í skóla án aðgreiningar (Evrópu-
miðstöðin fyrir þróun í sérkennslu, 2011).
Þennan ramma er hægt að hafa til hlið-
sjónar þegar kennaranám er skipulagt.