Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 159

Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 159
159 „Nú er ég alveg búinn að fatta hvernig ég á að vera“ fram jákvæðar umsagnir um áhrif slíkra margskiptra stuðningsáætlana á sjálfstjórn og námsárangur nemenda. Hér eru áhrifin metin með endurteknum hegðunarmæl- ingum hjá fjórum grunnskólanemendum með langvarandi hegðunarerfiðleika. Leitast er við að svara rannsóknarspurn- ingunni: Hvaða áhrif hefur einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun með stighækkandi viðmiðum um frammistöðu á truflandi hegðun grunn- skólanemenda með langvarandi hegðunarerfið- leika? Markmiðið er að skoða hvort auka megi sjálfstæða færni þeirra svo mikið innan hins almenna skólaumhverfis að þeir þurfi ekki lengur einstaklingsmiðuð úrræði í lok skólaársins. Aðferð Þátttakendur Þátttakendur voru nemendur úr tveimur skólum í Reykjavík sem voru valdir eftir hentugleika. Í báðum tilfellum var um að ræða fjölmennan (500-600 nemenda) skóla í rótgrónu hverfi. Í öðrum þeirra hafði verið unnið með heildstæðan stuðning við jákvæða hegðun (PBS) í fimm ár en í hinum með aðferðum SMT-skólafærni í þrjú ár. Skólastjórnendur voru beðnir að tilnefna þátttakendur sem höfðu sýnt hegðunarerfiðleika í að lágmarki eitt ár þrátt fyrir fyrsta og annars stigs úrræði og þar sem engin ný íhlutun var fyrirhuguð á rannsóknartíma. Að fengnu skriflegu leyfi foreldra og kennara var fengið skriflegt samþykki fjögurra pilta á aldrinum sjö til átta ára fyrir þátttöku í rannsókninni. Þeir voru með fimm til sjö ára sögu um hegð- unarerfiðleika, eða frá upphafi dagvist- unar eða leikskóla. Hér eftir verður fjallað um þá undir dulnefnunum Andri, Birgir, Davíð og Einar. Einar var átta ára, greindur með athygl- isbrest með ofvirkni (e. attention deficit hyperactivity disorder, ADHD), mótþróa- þrjóskuröskun, almenna kvíðaröskun og einkenni um áráttuþráhyggju þegar hann var fimm ára auk Tourette heilkennis ásamt einkennum einhverfu meðan á rannsókn stóð. Hann sýndi sterk einkenni ADHD þrátt fyrir lyfjameðferð með met- ylfenídati og sertralíni. Hann var í 3. bekk með 25 nemendum. Tæplega 50 nemenda árganginum var kennt í fjórtán til sextán nemenda hópum í bóklegum tímum. Kennsla fór fram í hefðbundnum kennslu- stofum. Einar naut stuðnings sérkenn- ara ásamt bekkjarfélaga með einhverfu í nítján bóklegum kennslustundum á viku. Hann hafði gaman af lestri og sýndi góðan skilning í íslensku og stærðfræði. Hins vegar sýndi Einar mikla truflandi hegðun sem fólst meðal annars í að endurtaka fyrirmæli kennara yfir bekkinn án þess að fylgja þeim sjálfur, gefa frá sér hávær hljóð og naga hluti. Hann sýndi einnig mikinn mótþróa gagnvart sumum kennurum og nemendum. Sökum samskiptaerfiðleika og truflandi hegðunar var hann farinn að einangrast félagslega. Fyrri íhlutun hafði meðal annars falið í sér breytta sætisskip- an, þjálfun í að rétta upp hönd og notkun táknstyrkja um leið og rétt hegðun var sýnd. Andri var sjö ára og beið greiningar vegna hegðunarerfiðleika á rannsóknar- tíma. Andri var í 2. bekk með tæplega 50 nemendum sem tveir kennarar höfðu um-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.