Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Side 161
161
„Nú er ég alveg búinn að fatta hvernig ég á að vera“
seinni höfundur hafði útbúið með hliðsjón
af efni Crone og Horner (2003), Ervin og
Radford (1997) og Kern, Dunlap, Clarke
og Childs (1994). Tónhlaða (iPod) var
notuð við að hljóðrita og hlusta á viðtölin.
Við skráningu á tíðni, þ.e. fjölda til-
vika um truflandi hegðun á 20 mínútna
áhorfsbilum, voru notuð skráningarblöð
frá seinni höfundi. Truflandi hegðun var
skilgreind sem sýnileg röskun á kennslu
eða námi nemenda með hávaða eða hreyf-
ingum þátttakanda. Eitt tilvik truflandi
hegðunar var til dæmis skráð ef þátttak-
andi fór úr sæti án leyfis kennara, sneri sér
við í sæti, potaði í samnemanda, fiktaði
í hlutum ótengdum verkefni, talaði við
samnemendur um annað en námsefni,
greip fram í fyrir kennara eða samnem-
anda, talaði hátt, mótmælti kennara eða
kallaði eftir aðstoð kennara yfir bekkinn.
Hver truflun sem aðgreind var með hléi
eða þögn var talin eitt tilvik. Ef um sam-
fellda truflun var að ræða taldist hvert
byrjað fimm sekúndna tímabil vera eitt
tilvik truflandi hegðunar. Sýndi nemandi
nokkur ólík tilvik truflandi hegðunar á
sama tíma voru öll talin.
Tíðni truflandi hegðunar var metin
með endurteknum mælingum í þeim
kennslustundum þar sem hegðunarerfið-
leika þátttakenda gætti helst að sögn um-
sjónarkennara. Að fengnu samþykki for-
eldra fékk fyrri höfundur leyfi kennara
til að koma í kennslustund án fyrirvara
og gera athuganir á hegðun þátttakenda,
stundum í fylgd annars athuganda vegna
mats á áreiðanleika skráninga. Hver mæl-
ing varði í 20 mínútur og byrjaði 10 mín-
útum eftir upphaf kennslustundar. Áður
en formlegar mælingar hófust æfðu at-
hugendur tíðniskráningu með því að bera
saman niðurstöðurnar og ræða ósamræmi
með hliðsjón af skilgreiningu markhegð-
unar. Á þessu æfingaskeiði var skilgrein-
ingin útfærð eftir þörfum og nákvæmni í
skráningu aukin þar til náð var yfir 80%
samræmi milli óháðra skráninga. Áreiðan-
leiki tíðniskráninga var reiknaður með því
að bera saman óháðu mælingarnar, deila
lægri tölunni í þá hærri og margfalda með
100. Mat á áreiðanleika tíðniskráninga var
gert í 9,8 til 88% mælinga á hverju skeiði
rannsóknarinnar eða í 20,2% mælinga alls.
Áreiðanleiki tíðniskráninga reyndist vera
frá 85,4% upp í 96,0% eða að meðaltali
90,5%.
Athugendur létu alltaf lítið á sér bera
og reyndu að hafa sem minnst áhrif á
framgang kennslustundarinnar. Allar at-
huganir fyrir íhlutun voru gerðar áður en
þátttakendur höfðu fengið vitneskju um
rannsóknina eða hegðunarmælingarnar,
til að fyrirbyggja möguleg áhrif á hegðun
þeirra. Nærvera athugenda hafði að sögn
kennara lítil áhrif á þátttakendurna, fyrir
utan Einar sem virtist meðvitaður um að
verið væri að fylgjast með sér og sýndi
betri hegðun í athugunum en í öðrum
kennslustundum.
Virknimat
Að fengnu skriflegu samþykki for-
eldra og kennara þátttakenda voru tekin
virknimatsviðtöl við umsjónarkennara til
að skilgreina nánar erfiðu hegðunina og
mögulega áhrifaþætti hennar. Að viðtöl-
unum loknum gerði fyrri höfundur beinar
athuganir í þeim kennslustundum þar
sem helst bar á erfiðleikum hjá hverjum
þátttakanda að sögn kennaranna. Í öllum