Tímarit um menntarannsóknir - 01.06.2012, Page 172
172
Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir
hugunum í tíma og óformlegum fundum
fyrri höfundar með kennurum, sérstaklega
þar sem þeir voru að beita þessum vinnu-
brögðum í fyrsta skipti. Mögulega hefði
athugun og handleiðsla af hálfu seinni
höfundar, sem hafði víðtækari þekkingu á
þessum vinnubrögðum, getað leitt til betri
árangurs. Einnig hefði verið eðlilegt að
gera nýtt virknimat og prófa fleiri útgáfur
stuðningsáætlunar, með aukinni þjálfun í
sjálfstjórn og jafnvel auknum stuðningi í
kennslustundum, en ekki vannst tími til
þess þar sem komið var að lokum skóla-
ársins þegar rannsókninni lauk. Æskilegt
væri að endurtaka rannsóknina með
betra svigrúmi til að prófa fleiri útgáfur
stuðningsáætlana. Í þessari rannsókn voru
stuðningsáætlanir notaðar í sex til þrettán
vikur. Um er að ræða takmarkaðan íhlut-
unartíma og óvíst er hversu langvarandi
áhrifin verða en ekki er ólíklegt að þau
muni vara ef náttúrulegir styrkjar verða
áfram til staðar, svo sem jákvæð athygli og
viðurkenning kennara og bekkjarfélaga.
Æskilegt væri að gera langtímarannsókn
eða framhaldsrannsókn með þeim þremur
þátttakendum þessarar rannsóknar sem
tóku góðum framförum til að meta hversu
lengi jákvæð áhrif stuðningsáætlana á
truflandi hegðun nemenda vara.
Líkt og í öðrum rannsóknum með
einliða sniði eru þátttakendur fáir, en fjöldi
mælinga fyrir og eftir íhlutun vegur upp
á móti þeirri takmörkun. Mælingarnar
sýndu endurtekið að litlar jákvæðar breyt-
ingar urðu á hegðun þátttakenda fyrr en
íhlutun hófst. Einnig voru breytingarnar
bundnar við þann þátttakanda sem fékk
einstaklingsmiðaða stuðningsáætlu hverju
sinni, jafnvel þegar annar þátttak andi var
í sama bekk með sama kennara, eins og í
tilviki Birgis og Davíðs. Þó veldur þröngt
aldursbil þátttakenda því að varlega þarf
að fara í að draga ályktanir um áhrif stuðn-
ingsáætlana með stighækkandi frammi-
stöðuviðmið á hegðunarerfiðleika annarra
aldurshópa. Mikilvægt er að rannsaka
áhrif stuðningsáætlana með stighækkandi
færniviðmiðum hjá öðrum aldurshópum,
svo sem á mið- og unglingastigi grunn-
skólanna, auk barna á leikskólaaldri.
Snemmtæk íhlutun er lykilatriði í að draga
úr hegðunarerfiðleikum (Bradley o.fl.,
2008). Auk þess væri áhugavert að meta
nánar áhrif á annars konar markhegðun en
truflandi hegðun, svo sem tilfinningalega
erfiðleika eða námsástundun. Í meistara-
rannsókn fyrri höfundar voru einnig gerð-
ar mælingar á námsástundun nemenda
sem ekki reyndist rúm til að fjalla um hér
en verða væntanlega birtar síðar.
Meðan á rannsókn stóð tók fyrri höf-
undur eftir því að viðhorf kennara skipti
máli varðandi framkvæmd stuðningsáætl-
ana. Nokkuð bar á ákveðnu óöryggi gagn-
vart vinnuferlinu og væri áhugavert að
skoða hvort starfsaldur, menntun eða kyn
kennara skipti máli í því sambandi. Einnig
væri æskilegt að auka enn frekar fræðslu
og undirbúning fyrir starfandi sem og
verðandi kennara svo þeir geti betur fram-
kvæmt einstaklingsmiðaðar stuðnings-
áætlanir með þeim nemendum sem þurfa
á því að halda til að snúa af óheillabraut
langvarandi hegðunarerfiðleika.
Höfundar þakka nemendunum, foreldrum
þeirra og kennurum fyrir góða samvinnu við
rannsóknina.