Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2013, Page 41
fram á þennan dag eins og síðar verður greint frá.30 Annar er sálmur eftir
Hans Thomisson (d. 1571) sem var ortur út frá 39. og 90. sálmi Davíðs
og er í kaflanum Huggunarsálmar. Hann hefur yfirskriftina: „Bænarsálmur
að vér mættum á dauðann ætíð minnast. Af þeim xxxix. og xc. psalm.
útdreginn.“31 Magnús Stephensen umorti þann sálm í Sálmabókarútgáfu
sinni 1801 og breytti engu efnislega nema í bæninni í lokaversinu þar sem
segir hjá Guðbrandi: „Mín er sú bón og þörfin mest / mig frá andskota
leysir“, en Magnús hefur: „Ver gleði sálar minnar mest. / Ver mínum
veikleik hreysti.“ Þýðing Magnúsar hélst í íslenskum sálmabókum allt
til útgáfunnar 1945 þar sem hann var nr. 441.32 Þriðji sálmurinn utan
Davíðssálmahluta bókarinnar er í kaflanum Um iðran og yfirbót og er ortur
út frá 51. Davíðssálmi, Konung Davíð sem kenndi. Hann hefur að yfirskrift
„Ein syndajátning og bæn.“ Frumsálmurinn er danskur.33 Nokkrir aðrir
sálmar í Sálmabók Guðbrands geyma skírskotanir í Davíðssálma, t.d. sálmar
til söngs á undan og eftir máltíð sem byggjast á borðbænunum í Frœðum
Lúthers en þær eru byggðar upp af tilvitnunum í Davíðssálma.34
Hver Davíðssálmur í Sálmabók Guðbrands hefur að yfirskrift sinni
latneskan titil eins og tíðkaðist í saltaraútgáfum miðalda og lengi síðan.
Heitið er fyrstu orð hvers sálms í latnesku biblíuþýðingunni, Vúlgötu. Hjá
Guðbrandi fylgir yfirskriftinni eða heitinu lýsing á inntaki hvers sálms.35
Lokavers sálmanna er gjarnan lofgjörð til heilagrar þrenningar í samræmi við
þá kirkjulegu venju að enda hvern Davíðssálm á lofgjörðinni Gloria Patri\
„Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda. Svo sem var í upphafi, er
og verður um aldir alda. Amen.“ Fyrsti sálmurinn heitir því „Beatus vir“
[Sæll er sá maður] og inntak hans er skýrt á þennan hátt: „Er ein áminning
til elsku Guðs orðs og kristilegs lifnaðar og framferðis.“ Það eru tveir sálmar
ortir út frá fyrsta Sálmi. Þeir eru báðir þýðingar á sálmi eftir Ludwig Oeler,
30 Sálmabók Guðbrands, 1589, bl. cxcij; tvö af þremur versum sálmsins eru í núgildandi Sálmabók
nr. 301.
31 Sálmabók GuSbrands, 1589, bl. ccxxi. Hann var tekinn upp í 6. útgáfu Grallarans árið 1691.
32 „Um dauðann gef þú, Drottinn, mér,“ - upphaf óbreytt frá Sálmabók Guðbrands. Páll Eggert
Ólason, 1924, telur þennan sálm meðal hinna best ortu í Sálmabók Guðbrands „og betri en
frumsálmurinn" (s. 193). Breytingar Magnúsar eru flestar til bóta bragfræðilega.
33 Sálmabók Guðbrands, 1589, s. cliij—cliiij, Páll Eggert Ólason, 1924, s. 158.
34 Kirkjan játar, 1991, s. 278-279. Sálmabók Guðbrands, 1589, bl. ccxij-ccxiij og bl. ccxv, báðir
eftir Johann Horn (um 1490-1547).
35 í seinni útgáfum Sálmabókar á Hólum er latnesku heitunum sleppt en inntakslýsingunni haldið.
Latnesku heitin eru ekki í Saltara Jóns Þorsteinssonar en þar eru hins vegar innihaldslýsingar
eftir Ambrosius Lobwasser.