Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 22

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 22
21 með því að samsama sig því.19 Þannig tekst þeim sem þjáist af melankólíu að halda í þann sem er farinn, en á kostnað eigin vellíðunar þar sem ástin er blandin árásargirni sem beinist í kjölfarið inn á við. Freud ítrekar þann þátt sem viðlíka samsömunarferlar eiga í tilurð sjálfsins í „Sjálfinu og dulvitundinni“ („Das Ich und Das Es“) frá árinu 1923. Þar heldur hann því fram að „sjálfið mótist að miklu leyti í gegnum samsamanir“ – af sama meiði og þær sem birtast með svo skýrum hætti í upplifun hins melankólíska – „sem koma í stað sambands sem gefið hefur verið upp á bátinn í dulvitundinni.“20 Hér vísar Freud sérstaklega í mik- ilvægustu samsamanirnar, sem eiga sér stað í barnæsku og eiga ríkastan þátt í að móta það sem hann kallar „yfirsjálf“ (þ. Über­Ich) og „fyrirmynd- arsjálf“ (þ. Ideal­Ich) einstaklingsins.21 Segja má að Freud komist í þessum skrifum í ógöngur á svipuðum slóðum og í Þremur ritgerðum um kynverundina, þ.e. þegar hann gerir til- raun til þess að gera grein fyrir „eðlilegum“ samsömunarferlum stúlkna og drengja með hliðsjón af Ödipusarduldinni. Hann heldur því fram að Ödipusarduldin hafi í för með sér, á mótsagnakenndan hátt, aukna sam- sömun stúlku með móður og drengs með föður, þrátt fyrir að ástarvið- fangið sem drengurinn „missir“ á Ödipusarstiginu sé móðirin og dóttirin gefi föðurinn upp á bátinn.22 Freud áttar sig sjálfur á því hversu illa gengur 19 Sigmund Freud, „Mourning and Melancholia“, The Standard Edition of the Complete Psychological Works of Sigmund Freud 14, fyrst útg. 1958, London: vintage, 2001, bls. 243–258, hér bls. 249. 20 „Thus we have said repeatedly that the ego is formed to a great extent out of identifications which take the place of abandoned cathexis by the id“. Sigmund Freud, „The Ego and the Id“, The Standard Edition of the Complete Psychological Works of Sigmund Freud 19, fyrst útg. 1961, London: vintage, 2001, bls. 3–66, hér bls. 48. 21 Freud ræðir fyrst mótun yfirsjálfs og fyrirmyndarsjálfs í „Af narsissisma“ („Zur Einführung des Narzißmus“) árið 1914, en skýrir hana enn frekar í Sjálfinu og dulvitundinni árið 1923. 22 Freud yfirgaf fljótlega eftir þetta hugmyndina um samhverfu í Ödipusarstigi drengja og stúlkna. Sjá neðanmálsgrein nr. 3 í „The Ego and the Id“, bls. 32. Hann setur fram kenningu sína um Ödipusarstig stúlkna í fyrirlestri um kvenleika sem kom fyrst út á prenti árið 1933 og tilheyrði „Nýjum inngangsfyrirlestrum um sálgreiningu“. Þar reynir hann að skýra hvernig stúlkan tekur föður sinn sem ástarviðfang þegar móðirin er fyrsta viðfang jafnt stúlkna og drengja, og kemst að þeirri niðurstöðu að geldingarduldin komi á undan Ödipusarstigi hjá stúlkum og beini áhuga þeirra að föðurnum, sem þær vona að bæti upp fyrir skortinn sem þær hafa gefið upp von um að móðirin bæti. Þá stendur Freud frammi fyrir þeim vanda að skýra hvernig stúlkur yfirstíga Ödipusarduldina, en geldingarduldin hafði hjálpað honum að skýra ferlið hjá drengjum; ótti við geldingu af hendi föður beinir AF USLA OG ÁREKSTRUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.