Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 25
24
og samsömunina sem Freud fékk innsýn í hjá hinum melankólíska. Tim
Dean hefur gagnrýnt nálgun Butler á þeim forsendum að hún láti aðra
hluta sjálfsverunnar en sjálfið afskipta, þá fyrst og fremst dulvitundina.29
Dulvitundin var líklega mikilvægasta framlag Freuds og sálgreiningarinn-
ar til hugvísindanna eins og þau leggja sig, en hún er þess eðlis að hún
grefur undan hugmyndum um heildstætt sjálf og gerendahæfni (e. agency)
einstaklingsins. Í raun mætti halda því fram að Freud gerist sjálfur sekur
um að streitast gegn dulvitundinni þegar hann reynir að smíða snyrtilegar
kenningar um sjálfsveruna og kynverundina, sem ákvarðast að töluverðu
leyti af ómeðvituðum ferlum (samkvæmt Freud sjálfum).30
Butler kemst að þeirri niðurstöðu í Kynusla að kynjaður veruleiki okkar
sé mótaður af bælingu og útilokun þess sem telst óæskilegt; þess sem gref-
ur undan gagnkynhneigða tvenndarkerfinu. Í Efni(s)legum líkömum heldur
hún því jafnframt fram að „kyn“ sé stjórntæki sem framleiði ekki einung-
is líkama með valdi, heldur einnig eftirstöðvarnar, það sem passar ekki,
stendur utan við kynið og kalla mætti „dulvitund þess“.31 Eins og fjallað
verður nánar um hér á eftir er það vandkvæðum bundið að beita dulvit-
undinni sem hugtaki í pólitísku samhengi valdgreiningar, líkt og Butler og
fleira fræðafólk gerir svo oft.32
Samkvæmt skilningi sálgreiningarinnar er það sem býr í dulvitund
hvers og eins það sem viðkomandi hefur ekki fært í orð; það sem er ekki
(að minnsta kosti enn) meðvitað. Þetta felur einnig í sér þá hugmynd að
sálgreinandinn (eða aðrir utanaðkomandi aðilar) hafi ekki aðgang að hinu
dulvitaða, og það sé því hverjum manni ómögulegt að segja til um hvað
býr í dulvitund annarrar manneskju. Hvers konar tilraunir til að ákvarða
fyrirfram hvað hefur verið bælt – hvort sem það er kvenleiki/samkyn-
hneigð gagnkynhneigðs sískynja karls eða karlleiki/samkynhneigð gagn-
kynhneigðar sískynja konu eða nokkuð annað – eru því fyrirfram dæmd-
29 Tim Dean, Beyond Sexuality, Chicago & London: University of Chicago Press,
2000, bls. 191–192.
30 Leo Bersani ræðir þessa tilhneigingu Freuds til að skapa „vísindaleg“ kerfi og inn-
byggða erfiðleika þess að skýra viðfangsefni sálgreiningar með röklegri hugsun í
The Freudian Body, sjá t.d. bls. 9–10.
31 Judith Butler, Bodies That Matter, bls. 22. Butler setur gæsalappir utan um orðin
„kyn“ og „dulvitund“ í textanum.
32 Slóvenski heimspekingurinn Slavoj Žižek er gott dæmi um slíkan fræðimann, en
Butler sækir í greiningu hans í kaflanum „Þráttað við raunina“ í Efni(s)legum lík
ömum og tekur þar verk hans The Sublime Object of Ideology sérstaklega til umfjöll-
unar.
GuðRún Elsa BRaGadóttiR