Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 25

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Blaðsíða 25
24 og samsömunina sem Freud fékk innsýn í hjá hinum melankólíska. Tim Dean hefur gagnrýnt nálgun Butler á þeim forsendum að hún láti aðra hluta sjálfsverunnar en sjálfið afskipta, þá fyrst og fremst dulvitundina.29 Dulvitundin var líklega mikilvægasta framlag Freuds og sálgreiningarinn- ar til hugvísindanna eins og þau leggja sig, en hún er þess eðlis að hún grefur undan hugmyndum um heildstætt sjálf og gerendahæfni (e. agency) einstaklingsins. Í raun mætti halda því fram að Freud gerist sjálfur sekur um að streitast gegn dulvitundinni þegar hann reynir að smíða snyrtilegar kenningar um sjálfsveruna og kynverundina, sem ákvarðast að töluverðu leyti af ómeðvituðum ferlum (samkvæmt Freud sjálfum).30 Butler kemst að þeirri niðurstöðu í Kynusla að kynjaður veruleiki okkar sé mótaður af bælingu og útilokun þess sem telst óæskilegt; þess sem gref- ur undan gagnkynhneigða tvenndarkerfinu. Í Efni(s)legum líkömum heldur hún því jafnframt fram að „kyn“ sé stjórntæki sem framleiði ekki einung- is líkama með valdi, heldur einnig eftirstöðvarnar, það sem passar ekki, stendur utan við kynið og kalla mætti „dulvitund þess“.31 Eins og fjallað verður nánar um hér á eftir er það vandkvæðum bundið að beita dulvit- undinni sem hugtaki í pólitísku samhengi valdgreiningar, líkt og Butler og fleira fræðafólk gerir svo oft.32 Samkvæmt skilningi sálgreiningarinnar er það sem býr í dulvitund hvers og eins það sem viðkomandi hefur ekki fært í orð; það sem er ekki (að minnsta kosti enn) meðvitað. Þetta felur einnig í sér þá hugmynd að sálgreinandinn (eða aðrir utanaðkomandi aðilar) hafi ekki aðgang að hinu dulvitaða, og það sé því hverjum manni ómögulegt að segja til um hvað býr í dulvitund annarrar manneskju. Hvers konar tilraunir til að ákvarða fyrirfram hvað hefur verið bælt – hvort sem það er kvenleiki/samkyn- hneigð gagnkynhneigðs sískynja karls eða karlleiki/samkynhneigð gagn- kynhneigðar sískynja konu eða nokkuð annað – eru því fyrirfram dæmd- 29 Tim Dean, Beyond Sexuality, Chicago & London: University of Chicago Press, 2000, bls. 191–192. 30 Leo Bersani ræðir þessa tilhneigingu Freuds til að skapa „vísindaleg“ kerfi og inn- byggða erfiðleika þess að skýra viðfangsefni sálgreiningar með röklegri hugsun í The Freudian Body, sjá t.d. bls. 9–10. 31 Judith Butler, Bodies That Matter, bls. 22. Butler setur gæsalappir utan um orðin „kyn“ og „dulvitund“ í textanum. 32 Slóvenski heimspekingurinn Slavoj Žižek er gott dæmi um slíkan fræðimann, en Butler sækir í greiningu hans í kaflanum „Þráttað við raunina“ í Efni(s)legum lík­ ömum og tekur þar verk hans The Sublime Object of Ideology sérstaklega til umfjöll- unar. GuðRún Elsa BRaGadóttiR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.