Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 41

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 41
40 taka á sig kyngervi karlmanns og nýtur auk þess „ásta beggja kynja jafnt“, eins og þar segir.3 Síðari tilvitnunin er í frásögn Málfríðar Einarsdóttur af íslenskum einstaklingi, Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, sem fædd var árið 1831 og dó árið 1916. Um Guðrúnu eru heimildir af skornum skammti og líklega verður aldrei hægt að komast að því hvort hún hafi í raun gengið „með rangt ákvarðað kynferði alla ævi“ eða hvort hér sé einfaldlega um slúður að ræða. Þessi stutta frásögn Málfríðar af Guðrúnu er engu að síður kveikja þessarar greinar. Ef einhver fótur er fyrir henni má vera ljóst að í þessum fáu orðum leynist mikil örlagasaga og vert er að draga fram í dags- ljósið slíkar sögur í þeim tilgangi að efla almenna og fræðilega umræðu um fólk á Íslandi sem fellur utan hins hefðbundna tvíhyggjukynjakerfis.4 Eins og fram kemur í undirtitli greinarinnar lít ég á það sem hér fer á eftir sem hugleiðingar fremur en að ég hafi í huga að setja fram kenningu um hvers kyns Guðrún Sveinbjarnardóttir var eða hver kynhneigð hennar var. Það væri ábyrgðarlaust og siðferðilega óásættanlegt enda væri slík kenning einungis byggð á getgátum. Í því íslenska nítjándualdar samfélagi sem Guðrún ólst upp í var rými fyrir hinsegin kynverund (e. sexuality)5 og óhefðbundna kyntjáningu að öllum líkindum mjög takmarkað og hinseg- in sjálfsmyndir varla fyrir hendi. Um þetta er þó erfitt að fullyrða þar sem rannsóknir á hinsegin kynverund á Íslandi í sögulegu tilliti, sér í lagi kynverund kvenna, eru af skornum skammti. Þegar ég rannsakaði sögur íslenskra kvenna frá tímabilinu 1879, þegar fyrstu prósaverk þeirra komu út, og fram til 19606 var fátt í textum frá nítjándu öld sem benti til ann- ars konar möguleika en hins gagnkynhneigða fjölskyldumódels og skylda 3 virginia Woolf, Orlandó, bls. 178. 4 Ég nálgast þetta viðfangsefni sem sá sískynja, gagnkynheigði bókmenntafræðingur sem ég er, enda telst mikið af þeim textum sem ég vinn með til bókmennta allt eins og sögu, eða liggja þar á mörkunum. Bókmenntafræði og sagnfræði skarast víða, eins og orð eins og „bókmenntasaga“ bendir á. Aðferðir bókmenntafræðinnar við textagreiningu geta einnig nýst sagnfræðingum vel. Þá nýti ég mér einnig aðferðir kynjafræði og leita til annarra fræðigreina, eins og læknisfræði og mannfræði þegar það á við. Aðferðafræði mína mætti því vel skilgreina sem þverfræðilega. Ég vil þakka ritstjórum Ritsins, sem og þeim sérfræðingum í hinsegin sagnfræði sem hafa ritrýnt greinina, fyrir þeirra mörgu ábendingar og ráð. 5 Sjá ítarlega umfjöllun um hugtakið kynverund í Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, „„For- senda fyrir betra lífi“?“, Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi, ritstj. Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, Reykjavík: Sögufélag, bls. 21–58, hér bls. 34–36. 6 Sögur íslenskra kvenna 1879–1960, ritstj. Soffía Auður Birgisdóttir, Reykjavík: Mál og menning, 1987. soffía auðuR BiRGisdóttiR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.