Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Qupperneq 41
40
taka á sig kyngervi karlmanns og nýtur auk þess „ásta beggja kynja jafnt“,
eins og þar segir.3 Síðari tilvitnunin er í frásögn Málfríðar Einarsdóttur af
íslenskum einstaklingi, Guðrúnu Sveinbjarnardóttur, sem fædd var árið
1831 og dó árið 1916. Um Guðrúnu eru heimildir af skornum skammti og
líklega verður aldrei hægt að komast að því hvort hún hafi í raun gengið
„með rangt ákvarðað kynferði alla ævi“ eða hvort hér sé einfaldlega um
slúður að ræða. Þessi stutta frásögn Málfríðar af Guðrúnu er engu að síður
kveikja þessarar greinar. Ef einhver fótur er fyrir henni má vera ljóst að í
þessum fáu orðum leynist mikil örlagasaga og vert er að draga fram í dags-
ljósið slíkar sögur í þeim tilgangi að efla almenna og fræðilega umræðu um
fólk á Íslandi sem fellur utan hins hefðbundna tvíhyggjukynjakerfis.4
Eins og fram kemur í undirtitli greinarinnar lít ég á það sem hér fer á
eftir sem hugleiðingar fremur en að ég hafi í huga að setja fram kenningu
um hvers kyns Guðrún Sveinbjarnardóttir var eða hver kynhneigð hennar
var. Það væri ábyrgðarlaust og siðferðilega óásættanlegt enda væri slík
kenning einungis byggð á getgátum. Í því íslenska nítjándualdar samfélagi
sem Guðrún ólst upp í var rými fyrir hinsegin kynverund (e. sexuality)5 og
óhefðbundna kyntjáningu að öllum líkindum mjög takmarkað og hinseg-
in sjálfsmyndir varla fyrir hendi. Um þetta er þó erfitt að fullyrða þar
sem rannsóknir á hinsegin kynverund á Íslandi í sögulegu tilliti, sér í lagi
kynverund kvenna, eru af skornum skammti. Þegar ég rannsakaði sögur
íslenskra kvenna frá tímabilinu 1879, þegar fyrstu prósaverk þeirra komu
út, og fram til 19606 var fátt í textum frá nítjándu öld sem benti til ann-
ars konar möguleika en hins gagnkynhneigða fjölskyldumódels og skylda
3 virginia Woolf, Orlandó, bls. 178.
4 Ég nálgast þetta viðfangsefni sem sá sískynja, gagnkynheigði bókmenntafræðingur
sem ég er, enda telst mikið af þeim textum sem ég vinn með til bókmennta allt eins
og sögu, eða liggja þar á mörkunum. Bókmenntafræði og sagnfræði skarast víða,
eins og orð eins og „bókmenntasaga“ bendir á. Aðferðir bókmenntafræðinnar við
textagreiningu geta einnig nýst sagnfræðingum vel. Þá nýti ég mér einnig aðferðir
kynjafræði og leita til annarra fræðigreina, eins og læknisfræði og mannfræði þegar
það á við. Aðferðafræði mína mætti því vel skilgreina sem þverfræðilega. Ég vil
þakka ritstjórum Ritsins, sem og þeim sérfræðingum í hinsegin sagnfræði sem hafa
ritrýnt greinina, fyrir þeirra mörgu ábendingar og ráð.
5 Sjá ítarlega umfjöllun um hugtakið kynverund í Hafdís Erla Hafsteinsdóttir, „„For-
senda fyrir betra lífi“?“, Svo veistu að þú varst ekki hér. Hinsegin sagnfræði og hinsegin
saga á Íslandi, ritstj. Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Hafdís Erla
Hafsteinsdóttir, Reykjavík: Sögufélag, bls. 21–58, hér bls. 34–36.
6 Sögur íslenskra kvenna 1879–1960, ritstj. Soffía Auður Birgisdóttir, Reykjavík: Mál
og menning, 1987.
soffía auðuR BiRGisdóttiR