Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Qupperneq 65
64
því að nota ekki þetta hugtak er að það er notað í líffræði yfir tvíkynjunga
(t.d. snigla) sem hafa fullvirk æxlunarfæri beggja kynja en slíkt á ekki við
um intersex manneskjur, sem er það hugtak sem flestir nota nú á dögum.
Einnig er hefð fyrir því að tala um þriðja kynið og má í því sambandi benda
á að 1. nóvember árið 2013 voru samþykkt í Þýskalandi lög þar að lútandi,
þ.e.a.s. þá var opnað á að skrá þriðja kynið í stað kvenkyns eða karlkyns í
þjóðskrá.100 Sumir fræðimenn kjósa þó enn að nota hugtakið hermafródíta,
eins og sjá má í titlum einstaka fræðibóka á þessu sviði frá síðustu tveim-
ur áratugum.101 Á heimasíðu samtakanna Intersex Ísland kemur fram að
árið 2006 „skipti læknasamfélagið út hugtakinu „intersex“ fyrir „disorders
of sex development“ eða DSD.“ Bent er á að slík skilgreining efli óhjá-
kvæmilega „þá skoðun að intersex breytileiki sé á einhvern hátt sjúkdómur
eða kvilli sem þurfi að lækna“. Jafnframt er tekið fram að intersex ein-
staklingum sé „frjálst að nota hvaða hugtak sem þeir vilja“ en mælt er með
hugtakinu intersex því það „er viðteknara og útbreiddara í dag“ en önnur
hugtök. Að auki er bent á þá staðreynd „að fordómafullt tungutak leiði til
verri andlegrar heilsu, jaðarsetningar og útilokunar frá mannréttindum og
félagslegum stofnunum“. Hugtakið intersex er talið stuðla „að jöfnuði og
mannréttindum fyrir fólk fætt með óhefðbundin kyneinkenni“.102 Ég mun
því hér á eftir nota hugtakið intersex, að undanskildum þeim tilvikum þar
sem vísað er til heimilda fyrri alda þegar hugtakið hermafródíta var talið
gott og gilt og því oft notað.
guðir, megið þið skipa svo fyrir, og látið engan dag taka hann burt frá mér né mig
frá honum.“ Bænin var heyrð af guðunum, því að líkamirnir tveir renna saman og
verða útlits eins og einn, rétt eins og þegar einhver græðir greinar í trjábörk og sér
þær tengjast saman og vaxa í sameiningu, og þannig voru þau ekki tvö er líkamir
þeirra komu saman í einu faðmlagi, en höfðu sams konar ásýnd sem hvorki gat kall-
ast konu né karls og virtist hvorugt og þó hvort tveggja í senn.“ Óvíð, Ummyndanir,
íslensk þýðing Kristján Árnason, Reykjavík: Mál og menning, 2009, bls. 128.
100 Taka má fram að skráningin á þriðja kyninu getur átt við hvort tveggja líkamleg
einkenni eða vísað til sjálfsmyndar og kynvitundar. Sjá Friederike Heine, „M, F or
Blank“; og Sólveig Anna Bóasdóttir, „Eitt, tvö, þrjú kyn“, bls. 7.
101 Sjá t.d. Alice Domurat Dreger, Hermaphrodites and the Medical Invention of Sex; og
Kathleen P. Long, Hermaphrodites in Renaissance Europe, New York: Routledge,
2016 (fyrst útgefin 2006). Intersex hefur stundum verið þýtt sem „millikyn“ og
reyndar hefur enska orðinu „middlesex“ einnig brugðið fyrir, til að mynda er það
titill skáldsögu Jeffrey Eugenides sem kom út árið 2002 og hlaut Pulitzer-verð-
launin. Skáldsagan Middlesex er skrifuð undir áhrifum frá minningum Herculine
Barbin.
102 „Hvað er intersex? Hvað getur þú gert?“, Intersex Ísland, sótt 22. apríl 2017 á http://
intersex.samtokin78.is/?cat=10.
soffía auðuR BiRGisdóttiR