Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 97

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 97
96 Úranía er í raun lykillinn að hinsegin kynverund Bóasar. Í fyrsta lagi vísar sjálfur titillinn ekki aðeins til grísku gyðjunnar Úraníu, músu stjörnu- fræðinnar, sem kemur mjög við sögu í bókinni, heldur einnig til orðanna Urning/Uringin (þ.) og uranian (e.) sem voru notuð um einstaklinga sem hneigðust til sama kyns, til dæmis í skrifum þýska mannréttindafrömuðar- ins Karls Heinrichs Ulrichs sem komu út á tímabilinu 1864–1879. Ulrichs notar þar orðið Urning um karlmann sem fæðist með afgerandi kvenlega innri eiginleika og hneigist kynferðislega til karla og Uringin er sömuleiðis „karlmannleg“ kona sem hneigist til kvenna. Enn fremur kallaði Ulrichs gagnkynhneigðan karlmann Dioning.40 Orðin Urning og Dioning dró hann af þeim tveimur ólíku sögum sem til eru um fæðingu ástargyðjunnar Afródítu og teknar eru sem táknræn dæmi um ólíkar tegundir Erosar í ræðu Pásaníasar í Samdrykkjunni eftir Platon. Annars vegar er um að ræða „alþýðlegan Eros“ eða hvöt karls sem beinist bæði til drengja og kvenna en Pásanías tengir hann við söguna þar sem hin „díóníska“ Afródíta er dóttir Seifs og gyðjunnar Díónu. Hins vegar er „himneskur Eros“, eða sveinaást, hvöt sem beinist að hinu karllega og kennd er við söguna um hina „úranísku“ Afródítu sem er eingetin dóttir himnaguðsins Úranusar – afsprengi ástar þar sem engin kona kemur við sögu.41 Hugtökin uranian og uranian love skutu einnig rótum í enskri tungu og birtust meðal annars í riti Edwards Carpenters, The Intermediate Sex (1908). Enn fremur festust hugtökin „úranísku skáldin“ og „úranísk ljóðlist“ við hóp róttækra vestur- evrópskra skálda og verk þeirra á síðari hluta 19. aldar og fram til 1930 en einkennandi í þeim verkum var aðdáun á sögu og menningu Forn-Grikkja og tilfinningaþrungnum samböndum ungra drengja og fullorðinna karla.42 Orðið Úranía er þannig í þessu samhengi ótvíræð skírskotun til karlaásta. Í öðru lagi stokkar skáldsagan Úranía upp viðteknar hugmyndir um kyn og kynverund en þau samfélög sem persónurnar kynnast á öðrum hnöttum eru til dæmis frábrugðin Jarðlífinu að því leyti að sálir og lík- 40 Rit Ulrichs komu út í heildarútgáfu sem Forschungen über das Rätsel der mannmänn­ lichen Liebe, Leipzig: verlag von Max Spohr, 1898. Sjá einnig enska þýðingu, The Riddle of ,Man­Manly‘ Love: The Pioneering Work on Male Homosexuality, 2 bindi, þýð. Michael A. Lombardi-Nash, New York: Promotheus Books, 1994. Stutt yfirlit um hugmyndir Ulrichs má enn fremur sjá í Nikki Sullivan, A Critical Introduction to Queer Theory, Edinborg: Edinburgh University Press, 2003, bls. 4–5. 41 Platon, Samdrykkjan, 2. útg., Lærdómsrit Bókmenntafélagsins, þýð. Eyjólfur Kjalar Emilsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1999, bls. 60–63. 42 Sjá t.d. Timothy d’Arch Smith, Love in Earnest: Some Notes on the Lices and Writings of English ,Uranian‘ Poets from 1880–1930, Routledge og Kegan Paul PLC, 1970. Ásta KRistín BEnEdiKtsdóttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.