Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Side 121
120
í eigindlegum rannsóknum eru ekki nándar nærri eins margir og í meg-
indlegum rannsóknum.8 Niðurstöður þessarar rannsóknar eru því ein-
ungis vísbendingar um hvernig lesendur kunna að bregðast við sögunni,
hverju þeir veita athygli og hvað hefur mest áhrif á þá.
Í rannsóknum sem gerðar hafa verið á tilfinningalegum viðbrögðum
fólks er algengast að þátttakendur séu látnir lesa stuttan texta, til dæmis
smásögu eða brot úr skáldsögu og ræða í kjölfarið textann með hliðsjón
af tilfinningum sínum, minningum og skoðunum.9 Í þessari rannsókn var
ákveðið að hafa heila skáldsögu undir og ræða ákveðin efni í tengslum við
hana eftir lesturinn. Áður en hópviðtalið var tekið voru konurnar því beðn-
ar um að lesa skáldsöguna Frá ljósi til ljóss og búa sig undir að tala um hana.
Í stuttu máli er söguþráður verksins þessi: Sögð er saga aðalpersónunnar
Rósu frá fæðingu og þar til hún er um tvítugt. Móðir Rósu, Magdalena,
deyr við barnsburð svo Rósa elst upp hjá einstæðum föður. Þegar hún er
tíu ára ákveður faðir hennar, Lenni, að láta gamlan draum rætast og fara
út í heim að leita að konu, Rósu Cordovu, sem hann fann mynd af og varð
ástfanginn af sem barn. Barnið Rósa er sett í fóstur til vinahjóna foreldra
sinna, Róberts og Helenu, en upplifir þar annan missi því Lenni hverfur
úr lífi hennar næstu tíu árin ef undanskilin eru fáein póstkort sem hann
sendir henni með nokkurra ára millibili. Lenni finnur ekki Rósu Cordovu
en hann finnur dóttur hennar, Floru sem starfar sem vændiskona, og tekur
saman við hana. Þegar Rósa er átján ára skilja Róbert og Helena. Rósa og
Róbert fella hugi saman, gifta sig og eignast barn. Í lok bókar fer Rósa
valin úr þýði í því skyni að afla upplýsinga um eiginleika þess. Þegar álykta á um
þýði á grunni úrtaks er mikilvægt að úrtaksgerðin sé rétt“ (100). Guðmundur B.
Arnkelsson, Orðgnótt: orðalisti í almennri sálfræði, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2006,
fimmta útgáfa, hér bls. 81 og 100.
8 Sjá Marilyn Licthman, Qualitative Research in Education, a User’s Guide, Los Angeles,
London, New Delhi, Singapore, Washington DC: Sage, 2013, þriðja útgáfa, hér
bls. 191–192.
9 Algengt er að þátttakendur séu beðnir um að lesa stutta texta og merkja við
t(hought), e(motion) og m(emory) og ræða síðan um textann og vangaveltur sínar
sem snúa að hugsunum, tilfinningum og minningum eða þeir eru beðnir um að lesa
texta í brotum og ræða hvert brot sérstaklega áður en næsta brot er lesið. Sjá t.d.
Keith Oatley, „An Emotion’s Emergence, Unfolding, and Potential for Empathy:
A Study of Resentment by the „Psychologist of Avon”“, Emotion Review, 1/2009,
bls. 24–30; Keith Oatley, The Passionate Muse, Oxford, New York, Melbourne:
Oxford University Press, 2012; David Miall, „Foregrounding and the sublime:
Shelley in Chamonix“, Language and Literature, 2/2007, bls. 155–168; Bergljót
Soffía Kristjánsdóttir, Guðrún Steinþórsdóttir og Sigrún Margrét Guðmunds-
dóttir, „mér fanst eg finna til“, bls. 83–111.
GuðRún stEinÞóRsdóttiR