Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 127

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Síða 127
126 Ein konan var „algjörlega sammála“ en önnur sagði að þó sambandið hefði truflað hana þá „samt einhvern veginn væri búið að gera allt svo fallegt“ og nefndi enn á ný tengingu verksins við ævintýri. Sú fyrstnefnda hélt sinni skoðun til streitu og svaraði á þessa leið: „Mér finnst þetta ekki ævintýri, mér finnst þetta glansmynd af horror“. Þessi mikli munur á afstöðu, að finnast sagan annars vegar minna á ævintýri og hins vegar á hrollvekju19, fannst mér áhugaverðasta niðurstaða rannsóknarinnar. Sumpart minna þátttakendur hópviðtalsins á lesendur skáldsögunnar Lolitu eftir vladimir Nabokov en samkvæmt frásagnarfræð- ingnum James Phelan skiptast lesendur þeirrar bókar í tvo hópa: þá sem falla fyrir frásögn Humberts og þá sem gera sitt til að streitast gegn henni. Hann telur að þeir sem streitist gegn sögunni setji siðferði – sem mætti kannski fremur kalla ríkjandi siðferðisviðmið samfélagsins – skör hærra en fagurfræði frásagnarinnar og leggi sig því fram um að falla ekki fyrir frá- sögninni.20 vera má að sama sé uppi á teningnum hjá konunum í hópvið- talinu. Konan sem líkti sögunni við hrollvekju og fannst hún „loftkennd“ og „lygi“ gat ekki lifað sig inn í söguheiminn og samsamað sig persónum vegna þess að hún gat annars vegar ekki sætt sig við þá ákvörðun Lenna að yfirgefa dóttur sína og halda mikilvægum upplýsingum leyndum fyrir henni og hinsvegar að Róbert skyldi byrja með fósturdóttur sinni. Falleg ástarsaga? Líkt og komið hefur fram þótti flestum kvennanna Frá ljósi til ljóss falleg og ævintýraleg. En í hverju er fegurð sögunnar fólgin og hvers vegna tengja þátttakendur rannsóknarinnar hana gjarnan við ævintýri? Ein ástæða þess kann að vera að fagurfræðilega blekkingin (e. aesthetic illusion) hafi áhrif á lesendur. Þegar menn lesa skáldskap láta þeir oft sem persónurnar sem þeir lesa um séu alvörufólk – ekki bara persónur heldur mannlíki21 – og 19 Með hrollvekju er átt við sögu sem vekur andstyggð af því að hún gengur í berhögg við viðurkennd gildi og viðmið tiltekins samfélags. 20 Sjá James Phelan, „Estranging unreliability, bonding unreliability, and the ethics of Lolita“, Narrative 2/2007, bls. 222–238, hér bls. 223. 21 Hugtakið mannlíki er fengið frá Bergljótu Soffíu Kristjánsdóttur. Sjá Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „„Ómstríður taktur kvikra strengja“: um Hin hálu þrep Bjarna Bernharðs og sitthvað sem þeim tengist“, Ritið 2/2016, bls. 107–134, hér bls. 125. Frásagnarfræðingurinn Uri Margolin var fyrstur til að benda á að menn upplifi persónur sem fólk en hann talar þá um persónur eins og í þykjustuleikjum. Sjá Uri Margolin, „The what, the when, and the how a being a character in literary narrative“, Style 24/1990, bls 453–468, hér bls. 455. GuðRún stEinÞóRsdóttiR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.