Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 148
147
DAUðINN, RÉTTLÆTIð OG GUð HJÁ FORNGRIKKJUM
Eigi að síður var til hugmynd um heim Hadesar. Hana má finna í
Hómerskviðum og víða í eldri skáldskap, þótt uppruni hennar sé löngu
horfinn. Þangað fóru sálir mannanna, psykhai, draugar og svipir. Í þessum
heimi ríkti jafnræði. Allir voru jafndauðir, vart meira en skuggar sem flögr-
uðu um nánast vitundarlausir. En þar sem hugmynd um framhald er til
staðar, hversu veikt sem það er, þar gefst einnig færi á hugmyndinni um
samhengi á milli þessa lífs og næsta. Þetta samhengi getur verið siðferði-
legt. Þá fer eðli næstu vistar eftir siðferðinu í jarðvistinni. Þar kemur rétt-
lætið til sögunnar, réttlæti guðs, sem fellir dóm yfir mönnum. Hugmyndir
um samhengi sem þetta má einnig finna í elstu bókmenntum. Þegar grillir
í þær hjá Hómer, í báðum kviðunum, en aðeins rétt grillir.
Hugmyndir sem vísa til tengslanna á milli heimanna tveggja eru af
tvennum ólíkum toga, sem síðar tvinnast saman og styrkja hvor annan.
Hér birtast ólíkar hugmyndir um hlutverk handanlífsins. Í stuttu máli
er munurinn þessi: Annars vegar er að finna hugmynd um refsingu sem
endurgjald eftir dauðann – um þjáningu þeirra sem hafa breytt illa í lif-
anda lífi, verið ranglátir og guðlausir. Hins vegar er að finna loforð um
verðlaun eftir dauðann – hamingju handa þeim sem hafa breytt af réttlæti
og guðrækni.2 Báðar hugmyndirnar tjá vinnulag hins guðdómlega rétt-
lætis. En þó að hugmyndirnar um refsingu sem endurgjald og verðlaun
fari oft saman, og stöðugt meira eftir því sem fram líða stundir, þá eru
þær ekki óaðskiljanlegt par, hvorki hugtakalega né sögulega. verðlaun og
refsing eru tvennt ólíkt. Þó að réttlætið geti refsað illmenninu með þján-
ingu, þá fylgir ekki að réttlætið verðlauni góðmennið með hamingju. Það
er hægt að hafa hugmyndina um handanrefsingu mannsins, endurgjald
fyrir afbrot, án þess að hafa hugmyndina um handanhamingju mannsins.
Þannig finnum við hjá Hómer óljósa hugmynd um handanrefsingu sem
endurgjald fyrir meinsæri og gríðarmikla glæpi. En við finnum ekki hug-
myndina um verðlaun fyrir hina réttlátu, þó að við finnum reyndar hug-
mynd um Ódáinsvelli – Elyseion – handa kónginum Menelási, en aðeins
vegna tengsla hans við Seif, ekki vegna réttlætis hans. við höfum samt sem
áður réttlætistengingu – mjög óljósa – milli jarðar og handanheims í formi
refsingar.
2 Þessi greinarmunur er sjaldnast gerður ljós, þótt fræðimenn geri iðulega ráð fyrir
honum. Sjá þó T.J. Saunders, Plato’s Penal Code: Tradition, Controversy, and Reform in
Greek Penology, Oxford: Clarendon Press, 1991, bls. 58–60; L. Albinus, The House of
Hades: Studies in Ancient Greek Eschatology, Árósum: Aarhus University Press, 2000,
bls. 17.