Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2017, Page 177
176
verði forskrift, og þegar fræðin ávarpa hinseginleika í víðum skilningi er
forskriftinni ætlað að útskýra hinsegin líf. En hinsegin fræði hafa enn ekki
lagst í þá almennu heimslýsingu sem myndi gera þeim kleift að skapa hag-
nýtar lausnir. Fólk vill vita hvaða kostnað, áhættu og aðferðir þurfi til að
komast úr þessu kerfi í annað betra. Þegar spurningin um x er borin upp
í þessum tilgangi er hún bæði áskorun og vonarneisti. Og þetta er erfið
spurning.
Spurningin um x gæti verið hversdagslegri í fræðigreinum sem eiga
langa sögu um tengsl við ríkið. Félagsfræði, sálfræði, mannfræði og stjórn-
málafræði hafa til dæmis aflað stórs hluta af fjármagni sínu og sérfræðivaldi
með því að hvetja til þess að hugsað sé um nytsemi. Hinsegin fræði hafa
blómstrað á fræðasviðum þar sem sérfræðiþjónusta við ríkið er síst þekkt;
þar af leiðandi hafa fræðin komið hlutunum úr jafnvægi á þessum sviðum
frekar en gert þá kerfisbundna. Það að hinsegin fræðum mistekst að njörva
heiminn niður í kerfi þýðir ekki að áhersla sé lögð á það sem ekki skiptir
máli; það sýnir mótþróa gegn því að vera verkfæri til að túlka, á fölskum
forsendum, kerfisbundið og handahófskennt ofbeldi sem eðlilegt ástand,
skriffinnskuvandamál eða málefni smáhópa.
Stundum snýst spurningin um það hvað hinsegin fræði kenna okkur
um x, ekki um pólitík í hefðbundnum skilningi heldur um tækifæri einstak-
lingsins til að lifa af. Eins og verkefni femínista, svartra Bandaríkjamanna,
fólks af latnesk-amerískum uppruna og annarra minnihlutahópa koma
hinsegin ritverk lesendum sínum fyrir sjónir sem þekking með beina skír-
skotun í lífið. Þessi krafa setur gríðarlegan þrýsting á ný verkefni, þrýsting
sem gerir að verkum að þau eru bæði hefðbundin og fordæmalaus innan
hug- og félagsvísinda – hefðbundin að því leytinu til að kennslufræði hefur
lengi haft með mótun sjálfsmynda og sjálfsverunda að gera, en bylting-
arkennd í metnaði sínum um að lifa öðruvísi hér og nú.
Hvað kenna hinsegin fræði okkur um x? Eins erfitt og það væri að
útlista efnislega formúlukennt svar er þessi einfalda spurning samt nógu
máttug til að rykkja römmum til.
Hvað kennir hinsegin umfjöllun okkur um bókmenntir eða um L-ið í
PMLA [Publications of the Modern Language Association of America]? Hvernig
taka verkefni á sviði bókmenntanna þátt í því að skapa hinsegin heima?
Þessarar spurningar er sjaldan spurt af ótta við að svarið reynist vera:
Ekkert.
lauREn BERlant oG MicHaEl WaRnER