Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 8
A n d r i S n æ r M a g n a s o n 8 TMM 2014 · 2 Hálfu ári síðar ríða Ragnarök yfir bankaheiminn og Glitnir fellur fyrstur. Þá er ég staddur í London og í hótellobbíinu liggja blöð með Íslandi á for- síðunni. Heimurinn var að hrynja, goðin að falla af stalli sínum. Ég reikaði um London, fór inn í House of Frasier, valhöllina okkar, einu sinni áttum „við“ allt þetta, hugsaði ég. Ég fór inn í Karen Miller og keypti peysu handa eiginkonunni, hún kostaði 15.000 þegar ég tók hana úr rekkanum en verðið var 20.000 þegar ég borgaði fyrir hana 7 mínútum síðar. Ég fer upp á hótel þá fær ég ég símhringingu og er spurður hvort ég geti hugsanlega tekið viðtal við Dalai Lama. Ég tel víst að um gabb sé að ræða og segist ekki vera viss, ég þurfi að spyrja páfann fyrst. En röddinni í símanum er alvara og mér stendur semsagt til boða að taka viðtal við þennan mann sem er talinn einn sá merkasti í veröldinni, í júní – 9 mánuðum síðar. Ég vissi ekkert um búddisma, ekkert um Tíbet, lítið um Kína, fátt um Dalai Lama sjálfan – svo ég sagði auðvitað já. Ég biðst afsökunar á að hafa namedroppað tveimur heimsfrægum mönnum hérna. En heimurinn var að fyllast af erkitýpum. Holdgervingur baráttu gegn hnattrænni hlýnun kemur til landsins á vegum Glitnis rétt áður en efnahagsleg ragnarök ríða yfir, Ísafold sígur í mar og skuldirnar breytast í félög sem heita nöfnum eins og Festi og Drómi og 14. endurholdgun heilagrar manneskju kemur til landsins. Og þá var það vandinn. Hvað skal segja við mann sem fæddist árið 1935 í fátæklegu húsi. Þegar hann var tveggja ára komu vitringar og fundu út að hann væri 14. endurholdgun Dalai Lama. Hann tekur við stjórn Tíbets aðeins 15 ára gamall en Kínverjar undir stjórn Maó réðust inn í landið og hertóku það. Árið 1959 flýr hann til Indlands og dvelur æ síðan í útlegð. Kínverjar herða kúgunartökin á Tíbet. Sá sem sést með mynd af Dalai Lama er settur í fangelsi. Dalai Lama sjálfur fer frá því að fæðast í lokaðasta samfélagi í heimi yfir í að verða einskonar andleg poppstjarna – sem talar um ást, umhverfismál og knýr á um friðsamlegar lausnir í málefnum Tíbets. En um hvað á maður að tala? Ég tók þetta hlutverk afar alvarlega, las helstu trúarritin, kynnti mér söguna og kenningarnar – og ég fór að hugsa um búddismann, hvernig allt er tengt. Ég fór að leita að tengingum, hvort sem þær voru langsóttar eða auð- fundnar og þá var nærtækt að skoða Auðhumlu aðeins betur. Heilagar kýr eru svo sannarlega ekki sérnorrænt fyrirbæri. Þær reika um allar götur á Indlandi. Formóðir þeirra allra er Kamadhenu, kýr gnægðar og auðlegðar, einatt tákn fyrir jörðina sjálfa og á teikningum tákna fætur hennar oft og tíðum Himalayjafjöllin. Ef horft er á landakort Himalayafjallanna kemur í ljós hérað í Nepal sem heitir Humla. Þaðan liggur hinn forna þjóðleið um Himalayjafjöll upp að hinu helga Kailash-fjalli í Tíbet. Þar er Axis Mundi; miðpunktur veraldarinnar og helgasti staður jarðarinnar samkvæmt ævafornri heim- speki búddista og hindúa. Í kringum tindinn snúast sólin og máninn og þar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.