Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 11
TMM 2014 · 2 11 Skúli Skúlason Að hafa tilfinningu fyrir náttúrunni í vísindum Ef til vill mun maðurinn aldrei þroskast svo að hann öðlist heildarsýn á Móður Jörð en hann getur sannarlega komist nær því marki. Til þess þarf hann ekki að leggja mikið á sig en hann þarf bæði að vita hver hann er og vanda sig betur við að lifa (GPÓ).1 við mennirnir sem einstaklingar, samfélög eða þjóðir erum órofa hluti af náttúrunni, og náttúran í víðum skilningi er veröldin sem við búum í. Til- vera okkar einkennist og afmarkast af þörfum okkar, skynjunum, hugsunum og gjörðum. við erum félagsverur og samfélög okkar eru stór og flókin og hafa mikil áhrif á gang mála á jörðinni. við getum sagt að góð menning snúist um gott og gefandi líf. Til þess að svo megi verða þurfum við að skilja stöðu okkar í náttúrunni vegna þess hve við erum háð henni að öllu leyti, m.a. vegna auðlinda hennar. Samfélög okkar eru sífellt að reyna að koma sér betur fyrir í náttúrunni. Menntun okkar snýst mikið um náttúruna en þekkingu á henni öðlumst við öðru fremur með vísindalegum rannsóknum. Líf mannsins einkennist æ meira af vísindalegri starfsemi, ekki síst vegna mikillar kerfis- og tæknivæðingar, aukinna samskipta og sam- gangna. Á sama tíma hafa áhyggjur réttilega aukist af skaðlegum áhrifum af mannavöldum á náttúruna, þar sem tillitsleysi og græðgi hafa ráðið för og haldist í hendur við iðnvæðingu síðustu 200 ára. Þetta hefur gjarnan tengst óvarkárri beitingu vísindalegrar þekkingar. Þessu hefur fylgt sú hugmynda- fræði að maðurinn sé náttúrunni æðri og að markmið hans sé að leggja hana undir sig og stjórna henni. Andstæðingar þeirrar hugsunar hafa bent á að lítið vit sé í slíkri valdbeitingu, staðreyndin sé sú að ef við hugsum skýrt og veltum fyrir okkur stöðu okkar í náttúrunni komumst við fljótt að því að vald okkar gagnvart náttúrunni er afskaplega takmarkað. við búum í heimi sem er afar flókinn og við vitum í raun mjög lítið um. veruleiki mannsins er agnarsmár og afmarkaður í risastórum alheimi sem við skynjum og skiljum einungis lítið brot af. vitneskja okkar er jafnframt þess eðlis að við gerum okkur grein fyrir að sumt í náttúrunni a.m.k. verður að hafa sinn gang án beinna afskipta mannsins, annars fer illa. Þess vegna er tilveru okkar best borgið með því að virða þessar staðreyndir, reyna að haga gjörðum okkar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.