Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 16
S k ú l i S k ú l a s o n 16 TMM 2014 · 2 Ferlahugsun í vísindum Smættarvísindi hafa orðið aðalstarf hálærðra manna og margir þeirra hafa þá fyrir löngu misst sjónar á Móður Jörðu sem lifandi heild … (GPÓ)17 vísindi leitast við að skilja samhengi hlutanna, eðli og starfsemi ferla (processes) og kerfa (patterns) í veröldinni. Hér að ofan var bent á að vísindamaðurinn er í raun hluti af þessu samhengi – hann er náttúruvera – og að hann verður að þekkja mörk hins þekkta og óþekkta til að geta greint sannleikann á hverjum tíma. Þannig þurfa öll fræði að bera með ein- hverjum hætti virðingu fyrir heildum og framvindu þeirra. Þeirri nálgun má lýsa sem ferlahyggju eða ferlahugsun (process thinking), en hún leitast við að höndla síbreytilegan og kvikan veruleikann í tíma og rúmi. Þannig sá hinn áhrifamikli gríski náttúrufræðingur og heimspekingur Aristóteles náttúruna sem heildrænt skapandi ferli og okkur sem þátttakendur í því með skynjun okkar, hugsunum og gerðum.18 Þessi sýn á heiminn er ráðandi fram á miðaldir. Með vísindabyltingunni á 17. öld kemur aftur á móti fram nokkuð önnur sýn á veröldina, sem hefur sett mark sitt á þróun vísinda og alls fræðastarfs fram á okkar daga. Þessi sýn byggir á því sem nefna má vél- ræna efnishyggju (mechanical materialism) og er oft tengd við kenningar 17. aldar heimspekingsins René Descartes, sem líkti náttúrunni við risastóra vél sem við gætum skilið með því að rannsaka hvernig einstakir hlutar hennar litu út og störfuðu. Samtímamaður Descartes, stjörnufræðingurinn Galieo Galilei, fylgdi þessari hugsun og taldi allt mælanlegt. Það sem einkenndi þessa hugmyndafræði öðru fremur var að maðurinn var talinn aðskilinn frá náttúrunni og yfir hana hafinn. Þannig stendur vísindamaðurinn utan nátt- úrunnar og nálgast hana sem hverja aðra vél sem hægt er að taka í sundur og mæla einstaka hluta hennar. Með þessum hætti er síðan leitast við að skýra alla starfsemi vélarinnar; öll framvinda stafar þannig af þeim öflum sem myndast milli eininganna í flókinni starfsemi hinnar vélrænu heildar. Ólíkt ferlahugsun í vísindum sem leitast við að skilja heildræna starfsemi í nátt- úrunni með áherslu á samvirkni (synergy) í formi ferla og framvindu (process primacy), er áherslan hér á tilvist og mælanleika einstakra eininga (substance primacy) og skilningur á ferlum og framvindu byggir alfarið á þeim öflum sem felast í samverkun þessara hluta. Þess vegna á vel við að kalla þetta efnis- hugsun (substance thinking).19 Meginvandi efnishugsunar er að mínu mati tvíþættur. Annars vegar er mikil hætta á því að með því að rannsaka heiminn alfarið með því að hluta hann í sundur og mæla einingar komi upp sú staða að þess háttar smættun (reduction; stundum er talað um smættunarhyggju, reductionism)20 gefi ofureinfalda og oft ranga mynd af viðfangsefninu. Með þessu sé gjarnan verið að þröngva að afmörkuðum hugtökum (concepts eða categories) til að lýsa einingum náttúrunnar þegar staðreyndin er sú að þau eiga kannski alls
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.