Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 17
A ð h a fa t i l f i n n i n g u f y r i r n á t t ú r u n n i í v í s i n d u m TMM 2014 · 2 17 ekki við. Hins vegar er vandinn sá aðskilnaður mannsins frá viðfangsefninu sem hér er lagður til grundvallar. Þetta felur í sér óæskilega fjarlægð frá þeim gildum og verðmætum sem rannsóknin í heild felur í sér og að áherslan á upphafningu mannsins gagnvart náttúrunni leiðir til þess að mannhverft gildismat ræður ferðinni. Í ljósi þeirra margvíslegu siðferðilegu þátta sem þekkingaröflun og beiting þekkingar felur í sér getur þessi einföldun gildis- matsins verið hættuleg, og í verstu tilfellunum má lýsa þessu sem ákveðinni afsiðun vísindastarfsemi sem rýrir gagnsemi þeirra upplýsinga sem hún aflar. Þá er hættan m.a. sú að sannleikanum verði hagrætt í samræmi við hags- muni mannsins á hverjum tíma.21 Svona öfgafull útgáfa af smættunarhugsun í anda vélrænnar efnishyggju er alfarið ósamrýmanleg vinnubrögðum þeirra vísindamanna sem ég hef áður vitnað til. Þeirra vinnubrögð eiga mun meira skylt við ferlahugsun í anda Aristótelesar. Allar aðferðir til að skilja veröldina hljóta að fela í sér ákveðnar einfald- anir, við getum líklega aldrei höndlað heildarsýn á gang allra mála í nátt- úrunni. Þar sem ná á árangri í vísindum eru hlutir einfaldaðir einungis að því marki að þekkingin skiljist vel og hafi gildi sem vísindaleg uppgötvun. við getum þannig séð fyrir okkur þröskuldsgildi í einfölduninni eða smættuninni – ef farið er yfir þröskuldinn verður „uppgötvunin“ lélegri, röng eða jafnvel heimskuleg og hættuleg. Til að geta greint þessi þröskulds- gildi þarf vísindastarfið að einkennast af virðingu, innsæi og vandvirkni. Ég tel nokkuð augljóst að ferlahugsun í vísindum sé mun líklegri en efnishugsun til að ná þessu takmarki. Sjá má fyrir sér og leiða að því rök að í raunveruleik- anum sé vísindastarfsemi oftast blanda af ferla- og efnishugsun. Ég er ekki sannfærður um réttmæti þessarar skýringar sem virðist jafnvel sett fram til hægðarauka. Bendi ég í því sambandi t.d. á nauðsyn þess að skoða hvort sú einföldun á náttúrunni sem ferlahugsun í vísindum felur í sér sé sama eðlis og sú einföldun náttúrunnar sem efnishugsun felur í sér. Höfum líka í huga að himinn og haf virðist vera á milli siðfræði ferlahugsunar og efnishugs- unar. En ég mun ekki fara nánar út í þessa greiningu hér. Skyldleiki ferlahugsunar við vináttuaðferðina sem ég lýsti fyrr í þessari hugleiðingu er greinilegur. Ferlahyggja felur í sér samtvinnun á ferlum nátt- úrunnar og ferli vísindamannsins svo þau verða jafnvel að einu – og gildin spretta frá þessum samruna: vináttunni. Því má halda fram að merkustu vísindakenningar sem við þekkjum hafi einmitt orðið til með þessari nálgun, svo sem þróunarkenningin og kenningar skammtafræðinnar.22 Andstætt nálgun ferlahugsunarinnar sundrar hrein efnishugsun gild unum og fjarlægir manneskjuna frá rannsókninni með tilheyrandi vandræðum sem því fylgja. Hugtök og kenningar eiga á hættu að verða lélegri og jafnvel kreddubundnar (dogmatískar) og gagnslausar. Þetta getur haft í för með sér mjög slæm hliðaráhrif sem í nútímasamfélaginu lýsa sér m.a. í því að mikil- væg vísindaleg þekking drukknar í hafsjó misgagnlegra upplýsinga og þekk- ingarbrota um náttúruna. Þetta getur leitt til þess að minna mark sé tekið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.