Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 42
G u ð r ú n I n g a R a g n a r s d ó t t i r
42 TMM 2014 · 2
„Sofnaðirðu ekkert? Það var samt voða gott að fá þig uppí.“
„Hvað meinarðu? Ég steig ekki fæti inní svefnherbergi á meðan þú svafst
þessum þyrnirósarblundi.“
Brynja hætti að tyggja. Hún horfði rannsakandi á mig.
„Ekki láta svona. Þú fékkst þér líka blund.“
Ég hristi höfuðið og hló.
„Þig hefur dreymt það.“
Brynja hrukkaði ennið.
„Ekki fíflast í mér,“ sagði hún, óvenju alvarlegum rómi.
„Ég er ekkert að fíflast, ég lagði mig ekki neitt.“
„vá, maður,“ sagði Brynja og rótaði í matnum með gafflinum. „Ég get
svarið að ég fann fyrir þér við hliðina á mér. Þú tókst utanum mig og allt.“
„Það er ekkert annað,“ sagði ég. „Kæruleysispillan hefur greinilega verið
aðeins of sterk …“
Brynja brosti dauft.
„Nema Nonni í kjallaranum hafi skriðið uppí á meðan ég fór út í búð,“
bætti ég við.
„voða fyndinn,“ sagði Brynja og stakk uppí sig kjötbita.
við horfðum aðeins á sjónvarpið eftir kvöldmatinn en Brynja varð fljót-
lega þreytt í augunum. Ég setti uppáhaldsplötuna hennar á fóninn, lét renna
í bað fyrir hana en stóðst síðan ekki freistinguna að rífa mig sjálfur úr spjör-
unum. Baðkarið var í smærra lagi fyrir okkur bæði en okkur tókst samt,
eins og venjulega, að koma okkur furðulega vel fyrir, hún lá í fanginu mér og
ég reyndi að einbeita mér að því að nudda á henni axlirnar, þótt hendurnar
leituðu ósjálfrátt á brjóstin.
Ég sofnaði um leið og við skriðum uppí rúm. Ég svaf eins og steinn og
vaknaði ekki fyrr en vekjaraklukkan hringdi klukkan átta morguninn eftir.
Þá var Brynja farin fram, þótt við værum vön að vakna á sama tíma. Hún sat
við eldhúsborðið, í náttslopp með kaffibolla fyrir framan sig og var þreytuleg
að sjá.
„Hva… ertu bara vöknuð?“
Hún andvarpaði.
„Já, ég svaf svo svakalega illa í nótt.“
„Æ, æ,“ sagði ég og kyssti hana á ennið. „Ég hefði kannski átt að vekja þig
fyrr í gær. Þú svafst auðvitað allan daginn þannig að það er ekki skrítið að
þú hafir sofið lítið.“
„Það var ekki málið. Mig dreymdi bara svo skelfilega illa.“
„Nú?“
Brynja yppti öxlum. „Æ, ég veit það ekki. Ég var ekki vakandi en samt
varla sofandi, einhvernveginn föst á milli svefns og vöku. Ég hef aldrei upp-
lifað þetta áður, þetta var mjög óþægilegt. Svo fannst mér bara eins og ein-
hver væri inní herberginu. Fyrir utan þig náttúrlega.“
„Æ, svona martraðir eru ömurlegar.“