Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 42
G u ð r ú n I n g a R a g n a r s d ó t t i r 42 TMM 2014 · 2 „Sofnaðirðu ekkert? Það var samt voða gott að fá þig uppí.“ „Hvað meinarðu? Ég steig ekki fæti inní svefnherbergi á meðan þú svafst þessum þyrnirósarblundi.“ Brynja hætti að tyggja. Hún horfði rannsakandi á mig. „Ekki láta svona. Þú fékkst þér líka blund.“ Ég hristi höfuðið og hló. „Þig hefur dreymt það.“ Brynja hrukkaði ennið. „Ekki fíflast í mér,“ sagði hún, óvenju alvarlegum rómi. „Ég er ekkert að fíflast, ég lagði mig ekki neitt.“ „vá, maður,“ sagði Brynja og rótaði í matnum með gafflinum. „Ég get svarið að ég fann fyrir þér við hliðina á mér. Þú tókst utanum mig og allt.“ „Það er ekkert annað,“ sagði ég. „Kæruleysispillan hefur greinilega verið aðeins of sterk …“ Brynja brosti dauft. „Nema Nonni í kjallaranum hafi skriðið uppí á meðan ég fór út í búð,“ bætti ég við. „voða fyndinn,“ sagði Brynja og stakk uppí sig kjötbita. við horfðum aðeins á sjónvarpið eftir kvöldmatinn en Brynja varð fljót- lega þreytt í augunum. Ég setti uppáhaldsplötuna hennar á fóninn, lét renna í bað fyrir hana en stóðst síðan ekki freistinguna að rífa mig sjálfur úr spjör- unum. Baðkarið var í smærra lagi fyrir okkur bæði en okkur tókst samt, eins og venjulega, að koma okkur furðulega vel fyrir, hún lá í fanginu mér og ég reyndi að einbeita mér að því að nudda á henni axlirnar, þótt hendurnar leituðu ósjálfrátt á brjóstin. Ég sofnaði um leið og við skriðum uppí rúm. Ég svaf eins og steinn og vaknaði ekki fyrr en vekjaraklukkan hringdi klukkan átta morguninn eftir. Þá var Brynja farin fram, þótt við værum vön að vakna á sama tíma. Hún sat við eldhúsborðið, í náttslopp með kaffibolla fyrir framan sig og var þreytuleg að sjá. „Hva… ertu bara vöknuð?“ Hún andvarpaði. „Já, ég svaf svo svakalega illa í nótt.“ „Æ, æ,“ sagði ég og kyssti hana á ennið. „Ég hefði kannski átt að vekja þig fyrr í gær. Þú svafst auðvitað allan daginn þannig að það er ekki skrítið að þú hafir sofið lítið.“ „Það var ekki málið. Mig dreymdi bara svo skelfilega illa.“ „Nú?“ Brynja yppti öxlum. „Æ, ég veit það ekki. Ég var ekki vakandi en samt varla sofandi, einhvernveginn föst á milli svefns og vöku. Ég hef aldrei upp- lifað þetta áður, þetta var mjög óþægilegt. Svo fannst mér bara eins og ein- hver væri inní herberginu. Fyrir utan þig náttúrlega.“ „Æ, svona martraðir eru ömurlegar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.