Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 50
G u ð r ú n I n g a R a g n a r s d ó t t i r 50 TMM 2014 · 2 „Getiði ekki látið okkur vera? Djöfulsins, andskotans dónaskapur er þetta, megum við ekki eiga smá einkalíf!“ Brynja stökk uppúr rúminu og smeygði sér í náttslopp. Hún baðaði út höndunum. „út! út!“ Hún vildi reyna aftur en mér fannst það ekki góð hugmynd. Sagðist vera of drukkinn og fór að sofa. Brynja sat fyrir framan tölvuna þegar ég fór á fætur daginn eftir. Hún var í náttsloppnum með úfið hár og kaffibollann innan seilingar. „Hvernig svafstu?“ spurði ég. „Illa,“ svaraði hún. Ég settist niður á móti henni. Hún leit á mig: „Sorrí með mig í gær. Herbergið fylltist bara af áhorfendum.“ „Já, ég … þetta var nú meira …“ byrjaði ég og hrukkaði ennið. „Segðu mér aðeins betur frá því. Hvernig voru þessir menn?“ „Gamlir og æ … bara krípí gaurar. Hugsaðu þér, perrarnir hrökkva uppaf og komast í paradís. Geta bara gengið inní hvaða svefnherbergi sem er og fylgst með.“ „voru þeir semsagt að fylgjast með okkur? Ertu viss?“ Brynja hnussaði. „Ójá. Ég er viss. Eða … þeir voru allavega að glápa á mig. Þú fékkst ekki eins mikla athygli.“ Ég klóraði mér í höfðinu. Brynja festi augun aftur á tölvuskjáinn. „Ég var að lesa frásögn konu frá Liverpool sem sér svona perverta þegar hún er að gera það. Stundum líka þegar hún fer í bað.“ „Má ég sjá?“ Brynja sneri tölvunni að mér og við blasti mynd af miðaldra konu í verulegri yfirþyngd, með eldrautt, krullað hár og hringi á öllum fingrum. Ég nennti ekki að lesa greinina og fór í sturtu. Mér veitti ekki af að hressa mig aðeins við. veikindafríið dróst á langinn en Brynja hafði nóg fyrir stafni. Hún gat setið endalaust fyrir framan tölvuna og sankað að sér upplýsingum. Ég mannaði mig upp í að spyrja hana hvort hún vildi ekki panta sér tíma hjá geðlækn- inum. Í fyrstu móðgaðist hún og talaði ekki við mig í heila kvöldstund, en að lokum tókst mér að sannfæra hana um að það væri góð hugmynd. Allskonar fólk færi til geðlæknis, það væri gott að ræða við einhvern hlutlausan aðila sem hefði hugsanlega einhverjar skýringar á þessu. Eitt föstudagskvöldið, þegar mér fannst Brynja hafa hangið heima í allt of marga daga í röð, bauð ég henni með í starfsmannapartí. Hún hafði stundum farið með mér í gleðskap hjá vinnunni og þekkti því flesta vinnufélaga mína, en þetta teiti var aðeins stærra, þar sem það var haldið með fleiri deildum. Ég sannfærði hana um að koma með, hún hefði gott af því að lyfta sér aðeins upp. En það var slæm hugmynd. Og þó. Kannski það sem þurfti til, eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.