Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 53
S j ó n t r u f l a n i r TMM 2014 · 2 53 leysigeislann, það er nú dálítið merkilegt.“ Ég vissi eiginlega ekki hvað ég ætti að segja. Þetta var svo fjandi langsótt. En þegar manneskja verður fyrir því óláni að verða skyggn eftir laseraðgerð á augum var ekki nema von að til- raunir til þess að leita skýringa á þeim ólíkindum væru alveg jafn ólíklegar. Brynja hafði einnig komist að því að húsnæði fyrirtækisins hefði eitt sinn verið sláturhús. „Ég meina, sláturhús er hús dauðans, kannski hefur einhver orka að handan smogið inn í framleiðsluna.“ „Talaðirðu við starfsfólkið?“ spurði ég. „Starfsfólkið tók mér ekki vel,“ svaraði Brynja dauflega. „Mér þótti væn- legra að tala við hina.“ „Hina?“ Brynja kinkaði kolli. „Ertu að tala um hina framliðnu?“ „Þeir eru opnari fyrir þessu.“ Brynja hélt sig heimavið næstu vikurnar, hún var hætt að eyða jafnmiklum tíma fyrir framan tölvuna og áður, kannski vegna þreytu, kannski vegna þess að hún var einfaldlega búin að gúgla allt. Hún var lent í einskonar víta- hring svefnleysis, svaf illa sem olli því að hún var sífellt þreytt og hélt sig því að mestu í rúminu. Einu skiptin sem hún fór út úr húsi var til þess að hitta geðlækninn sinn. Ég keyrði hana bæði og sótti, og bað hana vinsam- legast um að loka augunum á meðan á ferðinni stóð því annars var hún ein taugahrúga og ég á nálum út af engu. Framliðnir ökumenn voru greinilega mun glannalegri en aðrir, þeir höfðu jú engu að tapa. Til hvers að halda sig undir hámarkshraða? Einn daginn fékk ég símtal. Ég var staddur í vinnunni, á kafi í einhverju verkefni. Brynja hafði verið í nokkuð góðu jafnvægi um morguninn þegar ég kvaddi hana. Hún hafði sofið eitthvað um nóttina, sem var ekki sjálfgefið, og þegar ég vaknaði var hún komin á fætur og búin að útbúa morgunverð handa okkur. Ég sagðist ætla að koma heim með Take Away. Ég vissi því ekki betur en að hún væri í ágætisyfirlæti heima. En annað kom á daginn. Símtalið kom frá geðdeild Landspítalans. Ég hlustaði með öndina í hálsinum á hjúkr- unarfræðinginn á hinni línunni. Brynja hafði verið færð á geðdeildina með valdi og sprautuð niður með róandi lyfjum. Hún var undir ströngu eftirliti því hún taldist hættuleg sjálfri sér og öðrum. Ég brunaði að sjálfsögðu beint niður á spítalann. Brynja lá í hvítu sjúkrarúmi, óþekkjanleg í lyfjamókinu. Í þessu ástandi var eitt víst: hún var hvorki hættuleg sjálfri sér né öðrum. Ég reyndi að tala við hana en fékk engin viðbrögð nema óskiljanlegt muldur. Ég ræddi við lækni og hjúkrunarfræðinga. Þeir höfðu tekið skýrslu af Guðmundi augnlækni. Brynja hafði gert sér ferð uppí Sjónlausnir stuttu eftir hádegi, og beðið um að fá að hitta Guðmund. Hann var ekki laus til viðtals, vinnudagur hans var alveg fullbókaður. Þegar hún sagði erindið vera mjög áríðandi fékk hún þó leyfi til þess að bíða á biðstofunni. Hún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.