Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Síða 56
56 TMM 2014 · 2 Jón Yngvi Jóhannsson Kynlegar sögur Skáldsögur, sjálfsævisögur, skáldævisögur og skáldættarsögur ársins 2013 Georg gamli Brandes æpti heróp við Hafnarháskóla fyrir næstum einni og hálfri öld sem hefur bergmálað um evrópskar og þó sérstaklega norrænar bókmenntir síðan. Stundum kröftuglega, stundum hafa menn reynt að kveða það í kútinn eða hunsa það, en það hefur alltaf verið eins og grunn- tónn undir bókmenntasköpun og bókmenntalestri, bókmenntalífi í þess orðs víðasta skilningi: „Líf bókmennta dagsins í dag veltur á því að þær taki vandamál til umræðu.“ Meðal þeirra vandamála sem brunnu á Brandesi á áttunda áratug 19. aldar var staða kynjanna. Það er hætt við því að hann myndi ekki kannast við alla vinkla þeirra mála í dag en þegar litið er yfir íslenska bókaútgáfu síðasta árs er erfitt annað en að sjá þar áberandi tilhneigingu til að takast á við einmitt þennan vanda. Á síðasta ári komu út bækur þar sem kyngervi og kynhlutverk í samtímanum voru krufin til mergjar, í öðrum var farið aftur í söguna og rýnt í samfélög karla eða hjónabandið og hefðbundin karlhlut- verk. Auðvitað fjalla allar sögur og næstum allur skáldskapur yfirleitt um kyn á einhvern hátt, en það er engu að síður sterk tilfinning undirritaðs að síðasta bókmenntaár hafi verið árið sem kynjaumræðan lagði undir sig bók- menntirnar í meira mæli en lengi hefur verið raunin. Svo ég haldi mig aðeins við Brandes, þá var það bjargföst trú hans að bók- menntir ættu bæði að endurspegla samtíma sinn og leitast við að hafa áhrif á hann. Einnig þessi angi hugmynda Brandesar hefur fylgt okkur síðan og það þarf ekki að fylgjast vel með íslenskri samfélagsumræðu, hvar sem hana er að finna, til að sjá að fátt er eldfimara í samtímanum en umræða um jafnrétti, femínisma og stöðu kynjanna. Að þessu leyti endurspegla margar bækur síðasta árs svo sannarlega samtímann og í einhverjum þeirra má sjá endur- nýjaðan vilja til að hafa áhrif á þennan sama samtíma, til að vekja lesendur til umhugsunar. Í þessari grein verður horft yfir hluta íslenskrar bókmenntaútgáfu síðasta árs með kynjagleraugu á nefi, ekki bara vegna þess að sá sem hér ritar tekur þau sjaldnast niður, heldur einnig af því að sjaldan hefur verið jafn rík ástæða til. Eins og í svipuðum greinum sem ég hef ritað með hléum síðasta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.