Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 60
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 60 TMM 2014 · 2 Konur um konur Æviskrif hvers konar eru áberandi í samtímanum, ekki síst í bókmenntum grannlanda okkar þar sem hugtakið „auto-fiktion“ hefur verið ofarlega á baugi á undanförnum árum. Hugtakið lýsir fjölbreyttri flóru sjálfsævisögulegra skrifa sem staðsetja má einhversstaðar á milli hefðbundinnar sjálfsævisögu og skáldsögu. Þessi bylgja raunsæislegra æviminninga og samtvinnunar lífs og listar hefur sennilega náð hæst, eða í það minnsta náð mestri athygli lesenda og gagnrýnenda, í miklum sex binda bálki norska höfundarins Karl Ove Knaus- gård, Min Kamp, sem kom út á árunum 2009–11. Knausgård hlífir hvorki sjálfum sér né öðrum og bækurnar hafa eignast margvíslegt framhaldslíf í illdeilum innan fjölskyldunnar, bókum annarra höfunda og víðar. Fáir hafa gengið jafn langt í samtvinnun lífs og listar og danski rithöf- undurinn Claus Beck-Nielsen sem lýsti meðal annars eigin dauða í sjálfs- ævisögunni Claus Beck-Nielsen (1963–2001) frá árinu 2003. Í nýjustu bók sinni, Mine møder med de danske forfattere sem er tilnefnd af hálfu Dana til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár, hefur Beck-Nielsen risið upp frá dauðum en rær þó enn á sömu mið þar sem hann lýsir samfundum sínum við danska kollega, ímyndaða og raunverulega, og hefur aftur tekið upp eigið nafn eftir að hafa frá 2001 gefið út undir heitinu Das Beckwerk.3 Danski bókmenntafræðingurinn Poul Behrendt hefur bent á það hvernig höfundar sem vinna á mörkum skáldskapar og veruleika hafa sett spurn- ingar merki við hefðbundna sýn okkar sem lesenda og gagnrýnenda á fram- setningu veruleikans í bókmenntum. Áður fyrr, segir Behrendt, var ákveðið samkomulag í gildi milli lesenda og höfunda. Heiti bókmenntagreina eins og „skáldsaga“, „sjálfsævisaga“ eða „endurminningar“ þýddu eitthvað og gáfu lesandanum tilefni til ákveðinna væntinga um að skáldsagan væri skálduð en sjálfsævisagan gæfi í það minnsta nokkurn veginn rétta mynd af veruleikanum með fyrirvara um gloppótt minni og sjónarhorn höfundar.4 Að mati Behrendts er slíkt samkomulag í fullkomnu uppnámi í nútímabók- menntum. Höfundar gefa út skáldsögur en vísa síðan til persóna og atburða í þeim eins og hvort tveggja tilheyri veruleikanum og á hinn bóginn eru skrifuð sjálfsævisöguleg verk sem reynast vera meira og minna uppspuni. Behrendt greinir ástandið þannig að í bókmenntum samtímans sé ekki í gildi eitt samkomulag milli lesenda og höfunda heldur tvö, annað kveði á um að allt sem í textanum standi sé satt, hitt um að allt sem í textanum standi sé skáldað. Niðurstaðan verður sú að lesandinn er staddur á berangri og fyllist óvissu þar sem það er ekki lengur hægt að ganga að neinu vísu. Þessi óvissa hefur reynst frjó uppspretta í skáldævisögum og sjálfsævi- sögulegum skrifum af margvíslegu tagi og Dísusaga vigdísar Grímsdóttur er enn eitt dæmið um það. Reyndar er sagan sér fullkomlega meðvituð um þetta og hún fjallar að talsverðu leyti um eigin tilurð, um það hvað má segja – og yfir hverju er öruggara að þegja.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.