Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 63
K y n l e g a r s ö g u r TMM 2014 · 2 63 fjallað um hér, fjölgar þeim ekki mikið. Á fyrri hluta ársins kom út skáldsaga eftir Björgu Magnúsdóttur, Ekki þessi týpa, hreinræktuð skvísubók sem lýsir lífi nokkurra vinkvenna í Reykjavík og samskiptum þeirra á milli og við karla sem upp til hópa virðast vera óttalega misheppnaðir og óþroskaðir. Ef marka má mynd bókarinnar af íslenskum samtíma felst lítil von í íslenskum karlmönnum. víðar má finna umfjöllun um íslenska karlmenn í skáld- sögum síðasta árs en þótt hún sé ekki alltaf upplífgandi eða veki bjartsýni er hún víða flóknari en í sögu Bjargar. Karlmennskan er ekkert grín Það eru engar fréttir að mestöll mannkynssagan, og þá ekki síður bók- mennta sagan, var langt fram á síðustu öld hreinræktuð karlasaga. Sagan var skrifuð af körlum um karla og sjaldan var efast um hlutverk þeirra, konur voru hitt kynið, frávik frá norminu. Kvenna- og kynjasaga og kvenna- og kynjafræði hafa auðvitað breytt því hvernig við horfum á konur í sögunni eða leitum skýringa á fjarveru þeirra. En nýjar áherslur hafa líka beint sviðs- ljósinu að körlum, þeir reynast líka vera kyn og ekkert sjálfgefið við þá. Karl- mennska reynist síst einfaldari en hitt kynið, hugmyndir okkar um það hvað er karlmannlegt, hvað er kvenlegt og ekki síst hvað er ókarlmannlegt eru flóknar og undirorpnar sögulegum breytingum og forsendum.6 Á síðasta ári komu út furðumargar skáldsögur þar sem karlmennskan reynist einmitt vera vandamál bæði í samtíma og sögu. Börkur Gunnarsson sendi frá sér stutta skáldsögu sem nefnist Hann. Eins og titillinn gefur til kynna er þar ráðist beint að vandanum, karlmennskunni eins og hún birtist okkur í íslenskum samtíma og eins og hún hefur mótast síðustu áratugi. Í sögunni er sögð saga nafnlauss íslensks verkamanns og fjölskyldu- föður. Nafnleysið er engin tilviljun, að einhverju leyti er aðal persónan tákn- gervingur ákveðinnar kynslóðar og rótgróinna hugmynda um karlmennsku og þess hvernig tengsl hennar við vinnu og hlutverk fyrirvinnunnar hafa sett mark sitt á alla 20. öldina. Hann er fyrst og fremst táknsaga, persónurnar lifna aldrei við og eiga kannski ekki að gera það. Þessu fylgir nokkur kuldi og fjarlægð, sögumaður teflir persónunum fram eins og peðum á skákborði sem fulltrúum ákveðinna manngerða í samfélaginu en fer ekki nálægt þeim. Í annarri skáldsögu sinni, Síðasta elskhuganum, tekst valur Gunnarsson á hendur það verkefni að greina eina vídd karlmennskunnar með aðstoð átrúnaðargoðs síns, Leonards Cohen. Í sögu vals segir íslenskur karlmaður á fyrstu stigum miðöldrunar sögu sína til nokkurra ára og í gegnum sam- bönd við nokkrar konur. Inn í söguna er svo fléttað söguköflum af Leonard Cohen, bæði einkalífi hans og tónlistarferli. Nafnlausi elskhuginn í sögu vals spólar í sömu hjólförunum og hefur gert lengi. Líf hans er röð af samböndum sem flest hefjast á vel æfðum mökunardansi sem fer fram á íslenskum börum eftir miðnætti um helgar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.