Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 64

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Qupperneq 64
J ó n Yn g v i J ó h a n n s s o n 64 TMM 2014 · 2 Síðasti elskhuginn er að mörgu leyti áhugaverð stúdía á einni hlið karl- mennskunnar í samtíma okkar. Ef maður skeytti saman í eins konar víð- mynd af reykvísku mannlífi og – ekki síst – skemmtanalífi sögu vals og bók Bjargar Magnúsdóttur fengist býsna fróðleg mynd en nokkuð sorgleg. veik- leiki sögunnar er stíllinn, það eru í henni of margar laskaðar setningar, en hún vegur upp gallana með skarpri greiningu á samtímanum og vel mótaðri aðalpersónu sem lýsir umhverfi sínu og sjálfri sér af hæfilegri íróníu. Önnur skáldsaga sem sprettur beint úr reykvískum samtíma og lýsir ungum karli í kreppu er Blindhríð Sindra Freyssonar. Blindhríð er spennu- saga, sálfræðitryllir sem byrjar á áformi um morð og fjallar meðal annars um tölvuglæpi og ofsóknir með stafræna tækni og tölvupóst að vopni. En sagan á sér fleiri hliðar en margar spennusögur, hér er meira lagt í persónusköpun og stíl en oft er í þeirri grein og sagan er þétt, bæði í stíl og framvindu. Aðalpersóna Blindhríðar, veðurþulurinn Stefán, er ósköp venjulegur náungi. Hann hefur fátt sérstakt til brunns að bera en er myndarlegur og kemur vel fyrir og hefur í krafti þeirra eiginleika valist til að spá um veðrið á sjónvarpsstöðinni Stöðinni. Í raun og veru er líf hans ekkert sérstaklega í frásögur færandi – þar til hin enska viola kemur til sögunnar. viola tekur Stefán á löpp eftir að þau eru samferða í flugvél frá London og þau eyða saman nótt á flugvallarhóteli í Keflavík. Eftir það ævintýri heldur Stefán sig lausan allra mála þótt eftir standi raunar samviskubit yfir hegðun hans í hótelrúminu. En fljótlega fara Stefáni að berast tölvupóstar og sms- skeyti frá violu og áður en hann veit af hefur sambandið milli þeirra snúist upp í hreinræktaðar ofsóknir. Sagan af eltihrellinum violu er bæði spennandi og þrúgandi en það eru ekki síður afleiðingar ofsóknanna á einkalíf Stefáns og þeirra sem honum tengjast sem gera söguna áhrifaríka. Samband hans við föður sinn er þar miðlægt og smám saman kemur í ljós að í fortíð Stefáns leynist hræðilegt leyndarmál. Sömuleiðis bitna árásir violu á vini Stefáns og kollega með ömurlegum afleiðingum. Allt þetta verður til þess að Stefán brotnar smám saman niður, hann virðist ekki geta staðið einn. Það er helst í skammvinnu en hamingjusömu sambandi við aðra konu að hann nær að fóta sig um stund en þegar því sleppir er hann jafn brotinn og fyrr. Árni Þórarinsson sendi frá sér skáldsögu sem er ólík fyrri bókum hans að mörgu leyti. Glæpurinn – Ástarsaga er, eins og titillinn gefur í skyn, ekki hefðbundin glæpasaga. Þetta er vel fléttaður fjölskylduharmleikur þótt fléttan verði á endanum svolítið kunnugleg. Á hinn bóginn er stíll sögunnar og frásagnaraðferð mjög harðsoðin og það leynir sér aldrei að þar heldur vanur krimmahöfundur á penna. Það er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig sagan leikur á mörkum bókmenntagreina og bera saman við bækur annarra höfunda, íslenskra og erlendra, sem skrifa jöfnum höndum glæpasögur og hefðbundari bókmenntalegar skáldsögur. Þórunn Erlu- og valdimarsdóttir er augljóst dæmi í íslensku samhengi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.