Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 73
S t r í ð s m a ð u r o g f r i ð a r h ö f ð i n g i TMM 2014 · 2 73 mikla sögu um óréttlæti, mannréttindabrot og kúgun. Þessi mynd átti greiða leið að huga og hjarta manna um víða veröld og það skipti máli. Á hinn bóginn brást Nelson Mandela ekki á þeirri ögurstundu þegar hann var loks látinn laus úr fangelsi. Hann sagði stundum sjálfur að fangavistin hefði verið eins og langt háskólanám þar sem færi gafst á að hugleiða málin, lesa og ekki síst ræða við samherjana sem einnig voru fangelsaðir á Robin- eyju. víst er að það var vitur maður sem kom úr fangelsinu árið 1990, maður sem trúði á mátt fyrirgefningarinnar og vissi að án hennar yrði fjandinn laus með blóðsúthellingum og meira óréttlæti í hans ástkæra föðurlandi. Á þeirri stundu tók hann ótvírætt forystuna eins og flotaforingi sem siglir flota sínum í gegnum bálviðri og stórsjó og í var. En þar með voru auðvitað ekki öll vandamál leyst, enda var það ekki hægt. Nöfnin Nelson Mandela fæddist þann 18. júlí árið 1918 í Transkei sem er hluti af núverandi Austur-Höfðahéraði í suðaustur Suður-Afríku. Hann var af þjóð xhosa, en í Suður-Afríku búa margar þjóðir, hver með sína menningu og tungumál. Þannig er það í öllum nútímaríkjum Afríku enda voru landamæri ríkjanna ákveðin af nýlenduveldunum á sínum tíma og var þá ekki miðað við aðstæður á jörðu niðri ef svo má að orði komast. xhosa er eitt af 11 opinberum tungumálum SA og er það talað af um 18% íbúa landsins. Á xhosa var Mandela gefið nafnið Rolihlahla en það þýðir bókstaflega sá sem rífur greinar af trjám, er „friðarspillir“. Þegar hann var tekinn í full- orðinna manna tölu í samfélagi xhosa, eða fermdur, hlaut hann vígslunafnið Dalibunga eða faðir Bunga, en Bunga var löggjafarþing xhosa. Hann til- heyrði ætt Thembu, hinni fornu konungsætt xhosa, og hafði alla tíð orð á sér fyrir að vera meðvitaður um þennan uppruna sinn. Hann var aðals- maður og borinn til að hafa vit fyrir öðrum. Hann var af þeim ættbálki (klani) ættarinnar, Madiba, sem höfðu gjarnan verið ráðgjafar konungs, eins konar forsætisráðherrar við hirð konunga xhosa. Eins og forfeður hans var Mandela alinn upp til að gegna því starfi. Madiba, ættbálksnafnið, varð gælunafn hans meðal Suður-Afríkumanna; sá sem vitið hefur. við þekkjum hann sem Nelson Mandela en Mandela mun hafa verið nafn afa hans í föðurætt. Nelson-nafnið er hins vegar af öðrum toga. Drengur sem borinn var til ráðgjafarstarfa var að sjálfsögðu sendur í skóla en slíkt var ekki sjálfgefið í þá daga. Móðir hans hafði tekið kristna trú og var pilturinn sendur í trúboðsskóla. Hann var þá sjö ára. Fyrsta daginn í skólanum gaf bekkjarkennarinn öllum börnunum enskt nafn af handahófi, afrísk nöfn voru ekki talin almennileg eða „siðmenntuð“. Mandela fékk nafnið Nelson og segist ekki hafa hugmynd um af hverju hann hafi fengið það nafn nema ef vera kynni að kennaranum hafið fundist hann líkjast Nelson flotaforingja. Það hlýtur að teljast eftir-á-skýring stríðsmannsins. Ensk áhrif voru sterk í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.