Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 84

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 84
A r t h u r B j ö r g v i n B o l l a s o n 84 TMM 2014 · 2 (Ísl. þýðing: Guðmundur Finnbogason) Í þessum orðum Heuslers er tæpt á nokkrum þeirra eiginleika sem erlendir ferðamenn nefna gjarnan, þegar þeir lýsa hrifningu sinni á ósnortinni íslenskri náttúru. Skærir og léttir litir, tærleiki loftsins sem gefur mönnum víða sýn, litauðgi landslagsins, sem er þó fjarri því að stinga í augu, silfruð birtan og svalur roðinn á jökulhvelinu, þegar kemur að sólsetri… „Skein yfir landi sól á sumarvegi / og silfurbláan Eyjafjallatind / gullrauðum loga glæsti seint af degi“ segir Jónas í kvæðinu sínu „Gunnarshólma“. Og fjöllin sem listfræðingurinn John Ruskin kallaði á sínum tíma „hinar miklu dómkirkjur jarðarinnar“ verða skáldinu Gesti Pálssyni kveikjan að lítilli hugrenningu um þá nautn sem náttúran veitir. Í sögu Gests um Sigurð formann er að finna eftirfarandi hugvekju: Hvergi getur maður eins hjartanlega og eins fullkomlega sökkt sér niður í að njóta náttúrunnar eins og uppi á fjöllunum. Í byggðinni rekur maður sig alltaf á manna- verk og mannabýli, og það ekki trútt um stundum, að manni finnist þess konar smásmíði hálft um hálft eins og einhvers konar blettir á náttúrunnar stóru bók, eins og náttúran væri hreinni og svipmeiri, ef þau væru ekki. Allt öðru máli er að gegna uppi á fjöllunum. Þar er ekkert sem dregur úr mikilfengleik náttúrunnar. Hvergi er sumarkyrrðin á næturþeli eins þögul og þar. Stórskorin fjöll og firnindi, endalausir eyðigeimar, blásin holt og hæðir, allt stendur dauðakyrrt og steinþegjandi í sinni hrikadýrð; og ekkert minnir á mennina þar uppi nema vegurinn, sem maður fer, en hann er líka venjulega sannkallað mannaverk. Enda þótt það sé íslenskur maður sem hér talar leyfi ég mér að fullyrða að í þessum orðum komi fram nokkurs konar kjarni þess sem erlendir gestir hrífast af, þegar þeir eru leiddir til fjalla. Stór hluti þeirra erlendu ferða- manna sem hingað koma eiga uppruna sinn í borgum. Svo vísað sé til þeirrar reynslu sem ég hef sjálfur orðið fyrir á ferðalögum með erlenda gesti um hálendi Íslands, þá er þetta einmitt það sem mörgum þeirra kemur í hug, þegar þeir eru að reyna að skýra hughrifin sem þeir verða fyrir, andspænis tignarlegri náttúru öræfanna. Hún vekur hjá þeim blendnar og á stundum torræðar tilfinningar í garð þess manngerða umhverfis, sem þeir sjálfir eru komnir úr. Þeir hafa á orði að þeim finnist húsin í borgunum, þar sem þeir eiga sjálfir heima, eins og einhver missmíð, einhver blettur á hinni stóru bók náttúrunnar. En umfram allt er það þó hin djúpa kyrrð, ólýsanleg þögnin og hin víða sýn, firnindin sjálf, sem snerta hina erlendu gesti djúpt; og það svo djúpt að á stundum er eins og þeir taki hamskiptum, eins og sálin fái hreinlega snöggan þvott af því tagi sem Grikkir kölluðu „kaþarsis“ til forna: hreinsun sálarinnar og töldu gríska harmleikinn vera færan um að veita fólki. Ég hef oft orðið vitni að því að erlent fólk taki slíkum hamskiptum, af því flettist á augabragði allt það roð sem borgarmenningin hefur látið vaxa á því; allt í einu er eins og þetta fólk komist í beina og óblandna snertingu við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.