Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Page 93
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r TMM 2014 · 2 93 konar hugmyndafræðilegur undanfari nazismans og að Hitler hafi lært gyðingahatur sitt af honum. Hitt er að gyðingaandúð Wagners sé ekki aðeins að finna í veraldlegum skrifum hans, heldur sjái hennar einnig merki í óperunum; sumir taka svo djúpt í árinni að segja að þær séu gegnsýrðar af gyðingahatri og jafnvel að gyðingahatur hans sé drifkraftur þeirra og megin- ástæðan fyrir að Wagner samdi þær. Einkum hafa Meistarasöngvararnir frá Nürnberg orðið fyrir þessum ásökunum, en líka aðrar óperur Wagners; mest Siegfried og Parsifal, og raunar flestar hinna líka, þótt í mismiklum mæli sé. Það er seinna atriðið sem ég ætla einkum að huga að í þessari ritgerð. Leyfið mér samt fyrst að víkja nokkrum orðum að fyrra atriðinu, hugsanlegum áhrifum Wagners á Hitler. Undir áhrifum? Ég ætla mér ekki þá dul að reyna að gera því máli full skil. Það sem um það hefur verið skrifað er svo mikið að vöxtum að það tæki óratíma að kynna sér það allt og töluverðar fjárhæðir að afla sér allra heimilda sem til þarf, fyrir nú utan að þær eru upp til hópa enginn skemmtilestur. Þar að auki er sumt af þessum skrifum svo langt fyrir utan alla heilbrigða skynsemi að furðu vekur, eins og til dæmis bókin eftir Joachim Köhler sem heitir Wagners Hitler: Der Prophet und sein Vollstrecker (München, 1997), sem lítur við fyrstu sýn afskaplega fræðilega út, með 14 blaðsíðna heimildaskrá og 60 blaðsíður af aftanmálsgreinum7 sem eru tilvísanir í heimildirnar; en þær gefa ritinu aðeins trúverðugleika ef þeim er ekki flett upp, eins og nafnlaus gagn- rýnandi á netinu orðaði það; ef það er gert kemur í ljós að ekki er alltaf allt með felldu.8 Í bókinni heldur höfundurinn því fram að Hitler hafi eiginlega ekki haft neina sjálfstæða hugsun, heldur hafi hann verið viljalaust verkfæri í höndum Wagner-fjölskyldunnar, sem notaði hann til að koma í framkvæmd hugmyndum og áætlunum Richards Wagner um útrýmingu gyðinga. Svip- aðar hugmyndir eru uppi í bók eftir Christopher Nicholson: Richard and Adolf: Did Richard Wagner Incite Adolf Hitler to Commit the Holocaust? (Jerúsalem, 2007). Látum slíkar fráleitar fantasíur liggja milli hluta. [Í langri grein um Wagner sem birtist í fréttatímaritinu Der Spiegel9 í til- efni afmælisársins er Joachim Köhler tekinn tali og hefur nú heldur betur dregið í land. Um það hvort Wagner beri sök á helförinni segir hann: „varla meira en gyðingahatararnir [die Antisemiten] Hegel, Marx, Schopenhauer.“ Og síðar: „Ég sé ekki lengur bein áhrif á Hitler frá Wagner. Hitler varð ekki Hitler af því að hann hlustaði á ,Rienzi‘.“ – við komum að Rienzi-sögunni von bráðar.] Um áhrif Wagners á Hitler mátti áður fyrr telja tvær heimildir helztar. Hin fyrri er bókin Samræður við Hitler [Gespräche mit Hitler] eftir Hermann Rauschning.10 En það er langt síðan efasemdir kviknuðu um þá bók, og flestir fræðimenn nú til dags líta svo á að hún hafi verið soðin saman í flýti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.