Tímarit Máls og menningar - 01.06.2014, Side 95
R i c h a r d Wa g n e r o g g y ð i n g a r
TMM 2014 · 2 95
band Wagners, Hitlers og gyðinga sem fræðimenn hafa haldið fram sem
staðreyndum og haft hver eftir öðrum án mikillar gagnrýni. Hann telur sig
einnig geta sýnt með óyggjandi hætti að Rienzi-atvikið hafi ekki getað átt
sér stað.
Rök Karlssons eru þessi: Kubizek segist hafa kynnzt Hitler haustið 1904.
Samkvæmt Karlsson segir Kubizek einnig að atvikið hafi átt sér stað í
nóvember 1905 eða 1906. (Kubizek segir vissulega að atvikið hafi átt sér stað
„á dimmu og kaldranalegu nóvemberkvöldi“, en ég sé ekki að hann nefni
ártalið. Hann segir hins vegar að Hitler hafi þá verið 17 ára, og það varð
hann í apríl 1906, og að 33 ár hafi liðið frá atvikinu þangað til þeir Hitler
hittust aftur í Bayreuth 1939.) En samkvæmt Franz Jetzinger,13 sem taldi alla
bók Kubizeks vera mestan partinn uppspuna, hafi Hitler ekki búið í Linz
haustið 1904, heldur var hann sendur í skóla til Steyr, sem er um það bil 30
kílómetra í beina loftlínu fyrir sunnan Linz, og var þar frá september 1904
fram í júní 1905. Því hafi Hitler og Kubizek ekki getað kynnzt fyrr en haustið
1905. Karlsson bendir á að Kubizek segir að þeir Hitler hafi fyrst talazt við
í sýningarhléi óperu eða leikrits og bætir við að það gæti hafa verið eitt af
þremur verkum sem hann nefnir og voru öll sýnd í október 1905, en hvorki í
október né nóvember 1904. Á árunum 1904 til 1907 var óperan Rienzi hins-
vegar flutt aðeins fimm sinnum í Linz, nefnilega 3., 5., 10. og 19. janúar og 12.
febrúar 1905, og því áður en Hitler og Kubizek gætu hafa kynnzt. Þeir gætu
því ekki hafa séð hana saman.
Þetta virðist pottþétt niðurstaða, þótt dálítil ónotatilfinning sitji kannski
eftir: Sagan gengur greinilega ekki upp miðað við þessar upplýsingar um
dagsetningar, en samt finnst manni einhvernveginn að svo lítið vanti uppá.
Mér finnst Karlsson vísa fullléttilega á bug þeim möguleika að Hitler hafi
reglulega fengið leyfi til að heimsækja óperuna í Linz veturinn 1904–5;
atvikið hefði þá þurft að gerast áður en Hitler varð 15 ára. Ljóst er þó að
minnsta kosti að taka verður bók Kubizeks með mikilli varúð. Það hefði svo
sem þurft að gera hvort sem er þótt þessar upplýsingar hefðu ekki komið
fram, því að minningar í hugum fólks geta tekið róttækum breytingum á
skemmri tíma en þeim fjörutíu til fimmtíu árum sem liðu frá því atvikið á
að hafa átt sér stað þar til það var skrásett, væntanlega um eða upp úr 1950.
Eftir því sem ég veit bezt er bók Kubizeks líka eini staðurinn þar sem
sagt er að Hitler hafi lesið einhver verk Wagners í lausu máli. Þótt ljóst sé að
Hitler hafi hrifizt mjög af Wagner sem tónskáldi og höfundi leikverka virðast
engar heimildir vera til um að hann hafi orðið fyrir áhrifum af pólitískum
skrifum Wagners eða af skrifum hans um gyðinga. Hann talaði ævinlega um
Wagner sem einn af mestu listamönnum í sögu Þýzkalands, gjarnan í sömu
andrá og Goethe og Beethoven, en hann vitnaði aldrei í skrif hans á móti
gyðingum. Ég veit ekki til að nokkrar heimildir séu til um að nazistar hafi
beinlínis vitnað til skrifa Wagners um gyðinga eða gert sér mat úr þeim. Hér
er ég vissulega að gera dálítið fínan greinarmun: Gyðingaandúð Wagners var